Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Hrikalega þreytt inní mér !

Við Vala hittumst á okkar tíma og skokkuðum hringinn okkar. Veðrið var betra á meðan við vorum saman en eftir að hún fór heim, rigndi og hvessti á mig. Við fundum greinilegan mun á hvað dagurinn lengist. Núna vorum við komnar að Sjúkraþjálfaranum aftur þegar það dimmdi.

12,5 km í dag :) 


Fékk ábendingu frá bílstjóra

Ég hljóp út fyrir hádegið, það var sólskin og gott veður, samt nokkurra stiga frost. Þar sem dagurinn var svo bjartur gleymdist endurskinsvestið. Ég hljóp upp Krísuvíkurveginn og var á leiðinni til baka þegar trukkabílstjóri stoppaði og benti mér á að vera í einhverju meira sýnilegu, þ.e. endurskins... Auðvitað fellur maður alveg inn í umhverfið í öllu svörtu og skiptir þá engu hvort það sé dagur... Ég þakkaði honum fyrir ábendinguna því hún var gerð fyrir mig... 

Það var kalt ofaní lungun svo ég fór hægt og var lengi.... 12,7 km 


Bjartur hringur :)

Við Vala hlupum Hrafnistuhringinn saman. Veðrið var frábært, aðeins kalt en algerlega hálkulaust og það besta - það var bjart næstum allan hringinn. Ég held að dagurinn lengist meira í þennan enda, þ.e. fram á kvöldið, hehe... hvílíkur munur :)

12,5 km í dag :)  


Update fyrir síðustu viku

Það var extra mikið að gera hjá mér síðustu viku... ég hljóp bara tvisvar og gleymdi að blogga um það.

Á mánudaginn hittumst við Vala og hlupum Hrafnistuhringinn í ágætis veðri en mikilli hálku. Sannkallað brodda-færi. Sá hringur var og er alltaf jafn langur eða 12,5 km.

Það var síðan ekki fyrr en á laugardag sem ég komst út í hitt skiptið... þá hljóp ég á móti roki og rigningu upp Krísuvíkurveginn upp að Bláfjallaafleggjara... og þá leiðina er allt upp í móti svo það var mikill léttir að snúa við og fá vind og regn í bakið og hlaupa niður á við... Þessi leið mældist 11,7 km.

Næst er það á mánudaginn :) 


Móð og másandi

Veðrið var stillt og ekki of kalt svo ég ákvað að athuga hvernig ég væri stemmd. Röddin er að koma aftur en bara rétt svo, verð að passa mig hvernig ég beiti henni.

Það þýðir samt ekki að hanga heima og bíða... ég ákvað að taka smá anda-í-gegnum-nefið-hring. Það virkaði vel svona hálfa leiðina. Hringurinn var í kringum Ástjörnina og inn í hverfið fyrir ofan okkur. Ekkert til að tala um, hefði þurft að vera lengra en þegar maður reynir að vera skynsamur verður maður kannski ofur-skynsamur. Það góða er að ég fór út og gat neglt tvær flugur í einu höggi - því ég var að skipuleggja ratleik í huganum ;)

6,2 km í dag... lítið... en meira en ekkert ;) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband