Færsluflokkur: Matur og drykkur

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013

Við Lúlli sóttum númerið í gær og fengum okkur pasta með Lovísu, ég náði aldrei í Svavar til að tékka á honum og óska honum velgengni í hlaupinu.

Ég hitti Imke, þýska konu sem hafði fundið mig og Matthías á Youtube.com og skrifaði mér email eftir að hún komst að því að ég hlypi maraþon. Hún er ótrúleg kona, talar 6 tungumál, þar á meðal íslensku þó hún hafi aldrei búið hér.

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013 433

Eftir pastað, fórum við heim og ég tók saman dótið fyrir maraþonið. Ég hafði sofið svo illa nóttina áður að ég hélt að ég myndi detta út af áður en ég hitti koddann - en það var víst bara óskhyggja... ég upplifði aðra vökunótt... og slökkti dauðþreytt á klukkunni kl. 5:40

Ég verð að muna það næst að ég vaknaði klukkutíma of snemma núna... það gerði svo sem ekkert til.
Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013Við fórum af stað inneftir 7:15 því ég var búin að setja á Maniac-myndatöku kl. 8

Veðrið var ekki alveg í uppáhaldi... vindur og rigningarúði. Myndatakan var því innandyra, 5 Maniac-ar mættir og Imke.

Maraþonið var ræst kl 8:40
Ég fór alltof hratt af stað og var að kafna fyrstu kílómetrana en svo jafnaði ég mig. Auðvitað var ég ekki í æfingu - frekar en vanalega.
Lovísa og Svavar hlupu 10 km og Lúlli náði þeim á mynd í startinu.

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2013

Það rættist úr veðrinu öðru hverju en inn á milli komu skúrir. Lúlli hitti mig hjá 30 km keilunni og hjólaði með mér síðustu 12 km. Hann kom með Orku fyrir mig. Lovísa og Matthías biðu síðan við hringtorgið hjá Granda.

Garmin mældi maraþonið 42,64 og tímann 5:23:28
Ég get ekki annað en verið sátt við niðurstöðu dagsins en þetta maraþon er nr. 161


Reykjavíkurmaraþon 22.8 2009

Fyrir start, Reykjavíkurmaraþon 22.8.2009Ég fór alltof seint í rúmið, kl var að verða 12. Þá tók við vökunótt með lokuð augu... undarlegt stig af ,,hvíld" Þegar klukkan hringdi kl 6 þá langaði mig ekki framúr... var dauðþreytt.

Morgunmaturinn var diskur af Seríosi, hrökkbrauð og kaffi. Við áætluðum hálftíma í keyrslu, bílastæðamál og koma sér að startinu... svo verður að reikna með ,,síðasta pissi"

Reykjavíkurmaraþon 22.8.2009Maraþonið var ræst kl 8:40... mjög undarlegur tími. Heila og hálfa ræst samtímis. Ég fór aðeins of hratt af stað en það kom ekki að sök. Ég þurfti tvisvar að fara á klósettið á leiðinni og í annað skiptið kostaði það mig 3 mínútur í röð. 

Reykjavíkurmaraþon 22.8.2009Eftir fyrri klósettferðina (við 5 km. á nesinu) stilltist tempóið hjá mér í mótvindinum... kuldi og mótvindur er það eina sem fær mig til að hlaupa afslappað... og ég náði að halda hraðanum að mestu alla leiðina.

Ég hljóp erfið maraþon síðustu 2 helgar, svo þetta var 3ja maraþonið á 2 vikum... en í dag flaug þetta áfram, ég fann ekki fyrir þreytunni og svefnleysinu.

Reykjavíkurmaraþon 22.8.2009Bíðari nr 1 stóð sig vel, þó hann gæti ekki hjólað með mér síðustu km... hann mætti með ,,alvöru" orkudrykk við 32. km, við 35 km og svo við 38 km.

Það rigndi og hvessti aðeins of mikið í lokin en í mark komst ég hæstánægð með tímann 4:55:21 á mína klukku en ég átti eitthvað í vandræðum með klukkuna í byrjun.


Málið er að hlusta á líkamann

Mér finnst ,,Sigurvegari" maraþonsins í kvennaflokki ekki alveg sangjarn í umsögn sinni. Við sem hlaupum ráðum hraða okkar í hlaupinu.
Ég hef tekið þátt í mörgum maraþonum erlendis og þar hafa menn örmagnast umvörpum, fólk hefur verið borið burt á börum, rúllað í hjólastólum eða stutt burt með poka í æð... og þrisvar hef ég verið í maraþonum þar sem menn dóu rétt fyrir innan marklínuna.

Fyrst og fremst verður fólk að hlusta á eigin líkama - það getur enginn annar gert fyrir mann.

Í hita eins og var á Akureyri er mesti vandinn að drekka rétt... erlendis er yfirleitt 1 míla á milli drykkjarstöðva og er þá auðveldara að drekka mátulega mikið, oft... en þegar langt er á milli stöðva er erfiðara að drekka nóg því það er vont að drekka mikið í einu.


mbl.is Ósátt við skipulag hlaupsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yuengling Shamrock Sportsfest Marathon, 22.mars 2009

Virginia Beach 22-3-2009Yuengling Shamrock Sportsfest Marathon & Half Marathon, 8K,Children's Races, Virginia Beach, VA USA, March 22, 2009

http://www.shamrockmarathon.com

Ég var sífellt að vakna í nótt, klukkan var stillt á 5, en ég var komin á ról áður. Morgunmaturinn á hótelinu byrjar ekki fyrr en 7, svo ég hafði keypt mér beyglur og smurost í Target. Ég hefði getað sofið lengur, það var svo stutt á startið...

Virginia Beach 22-3-2009Kl. 7 rölti ég niður, það voru fleiri í hlaupagöllum, maður ekki sá eini sem er galinn. Það var skítkalt á meðan maður beið eftir startinu... ég bað einhvern mann að taka mynd af mér við rásmarkið. Hann spurði auðvitað hvaðan ég væri... Íslandi svaraði ég. Þá þekkti hann mig, við höfðum hlaupið saman í Mason City í haust. Við hittumst aftur í markinu. Ég þekki fólk yfirleitt ekki aftur, en það muna allir eftir því að hafa hlaupið með Íslendingi. 

The Boardwalk, Virginia Beach 22-3-2009Hlaupið var ræst kl 8, aðeins farið að hlýna og hiti var ekki eitthvað sem truflaði mig í þessu maraþoni. Leiðin var falleg, hefði verið einmannaleg í fámennara hlaupi, því göturnar voru langar og að hluta til fram og til baka. En maraþonið er stórviðburður hér, vel skipulagt, mikið af áhorfendum, góð þjónusta á leiðinni og mikið um að vera í markinu.

Siggi Guðmunds. Virginia Beach 22-3-2009Síðustu mílurnar varð ég að vanda mig, því það jaðraði við krömpum í báðum kálfum og þegar ég hljóp inn á Boardwalk, strandstíginn við markið, þá var ég með krampa framan á hægra fæti fyrir ofan hné.

Ég kláraði hlaupið sem mældist nokkuð nákvæmlega, eða 42,35 km. á 4:59:51 samkvæmt minni klukku. Þulurinn tilkynnti komu mína í mark og þegar ég hafði hlaupið yfir marklínuna, var kallað á mig á íslensku, Siggi Guðmunds. en hann er tengdur Kristínu sem vinnur við framkvæmd þessa hlaups.

Kristín framkv.stj. Virginia Beach 22-3-2009Mér var boðið í VIP tjaldið til Íslendinganna þar og boðinn bjór... en ég fékk bjór á 16. mílu og hann var svo góð tilbreyting frá sykurjukkinu að ég er að spá í að hefja bjórdrykkju... BARA GRÍN

Þetta maraþon er nr. 103
Virginia er 34.fylkið mitt.
Maraþonið var að sjálfsögðu hlaupið til heiðurs Bíðara nr 1... Hvað annað!


Var í Marathon í dag...

Getur verið að...
Reykjavíkurmaraþon hafi eitthvað misskilið hvernig drykkjarstöðvar eiga að vera uppsettar... Þetta er í bænum Marathon á Florida Keys og þeir ættu að vera PRO... er það ekki ?  Allir hlauparar vita hvað það er nauðsynlegt að fá réttu orkuna í maraþoni.
Marathon, KeyWest 22.jan.2009 (drykkjarstöð)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband