Færsluflokkur: Bloggar

Áramóta-annáll fyrir covid árið 2021

GLEÐILEGT ÁR 2022

verðlaun 2021Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á árinu 2022 um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Annáll þessa árs er skrifaður heima í Hafnarfirði... og eins og í fyrra voru engin maraþon hlaupin, enda fór ég ekki erlendis og Reykjavíkurmaraþoni var aflýst annað árið í röð... en verðlaunahrúgan hér til hliðar er fyrir ,,virtual" hreyfingu.

Ég átti ferð til Japans í Tokyó maraþonið í mars 2020 en því var aflýst og ég gat fengið öruggt númer í mars 2021... sem var frestað til okt 2021... því var aflýst og aðgangur minn fluttur til 5.mars 2023... 

Ég var prestur á Patró til 31.maí í ár, ég notaði tímann, hljóp og gekk... en það er hægara sagt en gert í svona ástandi að halda sér í formi en ég reyndi að hlaupa með Völu þegar ég fór suður... Ég sakna þess að vera ekki ráðin þangað þennan veturinn. 

Lengi vel vonaði ég að Reykjavíkurmaraþon myndi verða... sem hefði ekki gagnast mér neitt, því ég ökklabraut mig á 17.júní... en því var aflýst... 

Ég fór í augasteinaskipti 9.júní og var varla búin að jafna mig eftir það þegar ég ökklabrotnaði...
Ökklabrotið stal af mér sumrinu... því ég mátti ekki stíga í fótinn fyrstu 6 vikurnar og síðan rétt tilla í hann næstu 6v eða þangað til það var búið að taka skrúfurnar. Um leið og ég gat hökkt um á hækjunum reyndi ég að fara í gönguferðir um hverfið... og finna ratleiksspjöld sem voru amk ekki langt frá bílastæðum... Ég náði að finna 13 spjöld og fara aftur með barnabörnum að finna þau... Við urðum Léttfetar en til þess þarf að finna 9 spjöld.

Ég gekk hvorki á Helgafellið eða Esjuna né gekk Selvogsgötuna í ár.

Það eru komin rúm 2 ár síðan ég hljóp maraþon... staðan frá því áramótin 2019-2020 var svona og tölurnar hafa ekkert breyst.

Maraþonin eru ennþá 253
að auki, Ultra-hlaup 10
búin með 28 fylki í 3ja hring um USA
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2022

 


Hlaupa annáll fyrir árið 2020


GLEÐILEGT ÁR 2021

Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári 2021 um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Annáll þessa árs er skrifaður á Patreksfirði... og hann verður öðruvísi en allir hinir. Það verður engin verðlaunapeningamynd hér til hliðar... því ég fór ekkert erlendis og hljóp EKKI EITT EINASTA MARAÞON á þessu ári þó árið væri HLAUPÁR. Ég átti að hlaupa Texas Marathon 1.jan 2020 en hætti við það að beiðni biskups. Í lok febrúar kom Covid-19 veiran sem var erfiðari viðureignar en flestir áttu von á og flestum maraþonum og íþróttaviðburðum í heiminum var aflýst eða frestað.

Ég átti ferð til Japans í Tokyó maraþonið í mars en því var aflýst og ég gat fengið öruggt númer í mars 2021... sem er nú búið að fresta til okt 2021.
Ég var ráðin á Patró til 31.maí í ár, ég notaði tímann þegar veður batnaði og gekk á Geirseyrarmúlann, upp að Kríuvötnum og á Hafnarmúlann með góðum konum. Eins reyndum við Lúlli að skoða okkur eitthvað um, en annars hljóp ég og gekk á Patró... það er hægara sagt en gert í svona ástandi að halda sér í formi en ég reyndi að hlaupa með Völu þegar ég fór suður. 

Í júlí átti ég ferð til USA og tvö maraþon sem voru flutt til næsta árs, það var í San Fransisco og Anchorage Alaska. Lengi vel vonaði ég að Reykjavíkurmaraþon myndi verða en svo var því aflýst... 

109277717_768187200592568_8235972694485835866_nEkki ráðum við við neitt svona, svo næsta skerf er að fylla tímann með einhverju öðru. Við systur tókum Ratleikinn, öll 27 spjöldin, Helgafellið var kysst oft og mörgum sinnum og ég gekk Selvogsgötuna tvisvar frá Kaldárseli.

Um sumarið halaði ég niður strava. Nokkrir vinir mínir í Marathon Globetrotters ákváðu að stofna ,,virtual" hlaupahóp og hlaupa í kringum Eystrasaltið. Við ætluðum að vera 3 mán að því en vorum bara um 50 daga... ég fór síðan að ganga myndir og set inn fyrstu myndina SNOOPY hérna... Mér tókst að draga fleiri í fjölskyldunni í þetta. 

1.nóv fluttum við aftur vestur á Patró til vetursetu og ég hef reynt að fara út amk 5x í viku, helst að hlaupa 3x og ganga 2x en stundum hefur það snúist við vegna hálku.

Það er komið meira en ár síðan ég hljóp maraþon... staðan um síðustu áramót var svona og tölurnar hafa ekkert breyst.

Maraþonin eru orðin 253
að auki, Ultra-hlaup 10
búin með 28 fylki í 3ja hring um USA
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2021


Gögnin sótt í Virginia Beach

Ég kom þangað um hádegið og þræddi expo-ið. Það er ekkert svo hlýtt úti en ekki slæmt veður... verðu svipað á morgun... ég sótti gögnin og fór með myndavélina með mér en hún klikkaði á staðnum, allt rafmagnið var runnið út af henni.

Start og mark er í göngufæri frá hótelinu sem ég er á svo það er ekki hægt að hafa það þægilegra. Nú er bara að taka sig til og fara snemma að sofa. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband