Bloggfærslur mánaðarins, mars 2023

Mainly Marathon, Bluefield W-Virginia 29.mars 2023

Eins og áður var klukkan stillt á 3:30.. og hlaupið nokkrar mílur í burtu. Þegar ég vaknaði vissi ég ekki hvort ég ætti að fara, blaðran undir táberginu sprungin og helaumt að stíga niður.. en mín tók verkjatöflur og tróð sér í skóna.

20230329_163736 W-VirginiaÉg hef hlaupið þetta hlaup áður en var búin að gleyma brekkunum.. 14 talsins á leiðinni fram og til baka og amk 3 þeirra háar og brattar.. já góðan daginn.. 168 brekkur.. margir voru farnir að beita ýmsum aðferðum til að fara niður þær.. Hitinn var um frostmark þegar við byrjuðum.. vægast sagt erfiður dagur en hafðist.

Meira seinna.

Maraþonið mældist 43,74 km

West-Virginia er 40. fylkið í 3ja hring um USA


Mainly Marathon Mills River N-Carolina 27.mars 2023

Klukkan var stillt á 3:30 en ég var vöknuð löngu áður.. hafði sofið ágætlega.. Eftir venjulegan undirbúning tékkaði ég mig út.. það voru um 7 mílur á startið..

20230327_163442 N-CarolinaHlaupið var ræst kl 6:30 og 16 marflatir hringir fyrir fullt maraþon.. Fyrsti klukkutíminn er alltaf í myrkri.. en síðan fór sólin að skína. Hitinn fór sennilega í 85°F, því hann var í 80 þegar ég var búin.. 

Þetta hlaup var erfitt, enginn skuggi á leiðinni, stígurinn var með vatnshalla sem veldur spennu og verkjum í lífbeininu hjá mér, því ég er með grindarlos, aðrir finna ekkert fyrir smá halla.. Ég þreyttist í bakinu eins og venjulega.. en verst var að fyrir síðasta hringinn uppgötvaði ég blöðru undir táberginu.. EN þetta hafðist, ég kláraði.

Meira seinna.

Maraþonið mældist 44,19 km

N-Carolína er 39. fylkið í 3ja hring um USA


Mainly Marathon Seneca S-Carolina 26.mars 2023

Ég tók 2 daga í að keyra frá DC til Seneca S-Carolinu.. Eins og venjulega mætti ég illa sofin á staðinn.. og að auki 2 klst of snemma. Ég hélt að startið væri kl 5:30 en það var 6:30.. þeir sem skrá sig á staðnum eiga að mæta klst fyrir hlaup.. ég skráði mig og fór aftur á hótelið..

20230326_160216 s-carolinaÞetta var brekkuhlaup.. leiðinni hafði verið breytt vegna flóða.. við fórum 14 x sömu leið fram og til baka.. 42 brekkur upp og 42 brekkur niður.. sem var farið að taka í í lokin. Veðrið var hlýtt, rigndi um klst rétt fyrir hádegið en síðan þurrkaði sólin allt

Meira seinna. 

Hlaupið mældist 44,67 km 

South Carolina er 38. fylkið í 3ja hring um USA.



Hreyfing í febrúar 2023

Hreyfing var svipuð og í jan... og gott fyrir Lúlla að geta hreyft sig í Kaplakrik alveg fram að aðgerð á hægra hné.. aðgerðin var 21.febr og gekk mjög vel.. ég hef farið cirka 15-17 hringi og synt 1 km á föstudögum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband