Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Atlantic City Marathon NJ 19.10.2014

Atlantic City Marathon & Half Marathon, 10K, 5K Run/Walk
Atlantic City, NJ USA, 
19.oct. 2014

Atlantic City Marathon 19.10.2014

http://www.ACMarathon.org

Ég var enn í hlaupagallanum eftir Baltimore þegar ég sótti númerið mitt í Atlantic City New Jersey. Ég rétt hljóp inn í Casino-ið, sótti það og út aftur... Við erum með hótel 2 mílur frá starti sem er kl 8 am... svo ég lét það eftir mér að sofa til kl 6 am. 

Atlantic City Marathon 19.10.2014

Eftir morgunmat og venjulegan undirbúning lögðum við af stað rétt fyrir hálf átta... þetta smellpassaði allt. ég gat rakað saman nokkrum Marathon Maniacs fyrir hópmynd rétt áður en hlaupið var ræst.  

Það er hvergi hægt að leggja bíl hérna nema í bílastæðahúsi og við fengum stæði á 11.hæð í húsi næst starti og marki.
Atlantic City Marathon 19.10.2014Lúlli kom með og notaði tímann á meðan ég hljóp... til að fara á ströndina og líta í kringum sig. 

Ég var ekki eins brött og í gær og leiðin var ekkert spennandi, ég hafði ímyndað mér hlaup meðfram strandlengjunni en við vorum send eftir "eins og augað eygir" götum í allar áttir... ég fékk skýringuna seinna... það var verið að senda okkur í alla fjóra bæina á strandlengjunni. Þetta virkaði ekki skemmtilega á mig en spretthlaupararnir hafa örugglega elskað svona beina braut.

Atlantic City Marathon 19.10.2014

Við fórum oft fram og til baka og þá hitti ég marga Maniaca og 50 State félaga á leiðinni. EN... maður minn hvað ég var fegin að koma í mark... 5 maraþon í 5 fylkjum á 9 dögum er kannski aðeins of mikið þegar maður æfir nær ekkert.

Þetta maraþon er nr 181
Garmurinn mældi tímann 6:35:22 og vegalengdina 25,79 mílur... vegna þess að gps-ið datt út í göngunum sem við fórum í.


Baltimore maraþon 18.10.2014

Baltimore Marathon & Half Marathon, Team Relay, 5K
Baltimore, MD USA 
18.oct. 2014

http://www.thebaltimoremarathon.com

Baltimore Maraþon 18.10.2014 006

Klukkan var stillt á 3 am... og vorum búin að tékka okkur út af hótelinu og koma dótinu í bílinn, fyrir kl 5. Það var 1,4 mílur á markið.  Við fengum bílastæði á besta stað við markið og við vorum rétt búin að leggja bílnum þegar traffíkin byrjaði að leitað að stæðum. 

Baltimore Maraþon 18.10.2014

Við hölluðum okkur aftur í bílnum í um klst. en þá var kominn tími til að ramba á startið... en það hafði verið fært fram til kl 7 am... um leið og birti. Ég hef hlaupið þetta maraþon áður en ég mundi ekkert eftir leiðinni. 

Það var fyrir algera tilviljun að við duttum inn í grúppumyndina hjá Marathon Maniacs. 

Baltimore Maraþon 18.10.2014 017

Veðrið var gott, fyrst skýjað en síðan skein sólin á okkur... í fyrsta hluta hlaupsins fékk ég allt í einu yfir mig leiða... langaði að hætta og ég veit ekki hvað... en ég komst fljótlega yfir það...

Þjónustan á leiðinni var til fyrirmyndar... og mér gekk bara vel... þó þetta sé fjórða maraþonið á 8 dögum.
Baltimore Maraþon 18.10.2014 034Lúlli beið eftir mér rétt hjá markinu og við keyrðum til Atlantic City í New Jersey þar sem ég hleyp á morgun...

Þetta maraþon er nr 180 og 14 fylki eftir í "second round for the States"
Garmurinn mældi vegalengdina 26,58 mílur og tímann 6:16:07 


The Appalachian Series, Seneca S-Carolina 14.10.2014

title2014appy

 

 

http://mainlymarathons.com/series-3/appalachian-series/
The Appalachian Series, SC 14.10.2014 007Day 4 (Oct.14): Seneca, South Carolina kl 7:30 

Sjónvarpið hefur varla sýnt annað en viðvaranir vegna veðurofsa í kringum okkur. Við höfum fengið úrhellið en nær engan vind.

Þegar ég skráði mig í þessa seríu, stóð að hlaupin yrðu haldin ,,rain or shine" ég hef ekki fengið neitt ,,shine" enn.

The Appalachian Series SC 14.10.2014 011

Það var tiltölulega stutt á startið svo ég stillti klukkuna á 5:30. Days Inn var með morgunmat frá kl 6 am svo þetta smellpassaði.
Um leið og við fórum út úr dyrunum á hótelinu byrjaði að rigna og rigningin jókst stöðugt... þriðja rigningarmaraþonið í röð.

Vá, maður... ég hef aldrei hlaupið í hvílíku úrhellis-hellt-úr-fötu-úrhellis-grenjandi rigningu. Hlaupið var ræst á réttum tíma í dag voru 14 hringir.
The Appalachian Series SC 14.10.2014 016Göngustígarnir urðu að stórfljótum og grasið utanvið var bara verra. Sumir gerðu grín og hlaupu með sundgleraugu og sundfit á höndunum... 

Lúlli beið heima á hóteli og tók vídeó af úrhellinu. Það versta við svona úrhelli er að maður brennur svo undan fötunum, margir voru komnir með ljót nuddsár því vasilínið tollir ekki á húðinni. 

The Appalachian Series SC 14.10.2014 018

Ég komst í gegnum daginn -  og þakkaði Guði fyrir að ég var ekki skráð í síðasta hlaupið í seríunni, í Georgíu á morgun... þeir sem hlaupa á morgun þurftu að fara rennblautir af stað þangað strax eftir hlaupið í dag. Ég náði mér í 3 fylki í seríunni, WV, VA og SC

Garmin mældi tímann 6:50:55 og vegalengdina 26,47 mílur. 
Þetta maraþon er nr 179 og 15 fylki eftir í öðrum hring. 


The Appalachian Series, Bluefield Virginia 12.10.2014

title2014appy



http://mainlymarathons.com/series-3/appalachian-series
Day 2 (Oct.12): 
Bluefield, Virginia start kl 7:30

Klukkan var enn stillt á 5 am... ég svaf ekki vel, var hálf vakandi alla nóttina, fyrst var ég með pirring í hægri mjöðm og niður fótinn og síðan var bröltið í Bíðaranum að trufla mig. Ég hvíldist samt eitthvað og fannst ég ekki sérstaklega þreytt í morgun.

Bluefield VA 12.10.2014 003

Ég fékk mér beyglu áður en við fórum í morgunmatinn því hann var engin undirstaða fyrir daginn. Það var helli-rigning úti og ég fékk far með Ilu á startið. Við vorum færri í dag en í gær (eða mér fannst það) og allir söfnuðust undir partý-himininn.

Ég var með regnkápu eins og flestir því úrhellið var ótrúlegt. Það rigndi fyrstu 4 hringina hjá mér og síðustu 3... en hringirnir voru 12 í allt. TAKA TVÖ sama leið og í gær. 

Lúlla sími 12.10.2014 002

Ég var ekkert viss um að ég myndi hlaupa mikið í dag en ég var ótrúlega brött... Clint sagði okkur að hann hafi talið brekkurnar í þessum 12 hringjum og þær voru yfir 170. GAMAN GAMAN að fá að vita þetta fyrirfram þó ég hafi farið hringinn í gær.

Garmin mældi leiðina 43,6 km eins og í gær og tímann 7:02:51
Þetta maraþon er nr 178 og 16 fylki eftir í öðrum hring um USA. 


The Appalachian Series, Bluefield West Virginia 11.10.2014

Bluefield VA og WV 10.10.2014 005

Við keyrðum frá Manassas til Bluefield í gær og náðum í númerið mitt, ég er nr 83 og borðuðum pasta með hinum hlaupurunum - þetta varð að REUNION-pastaparty því ég þekkti helminginn af fólkinu... allt hlaupavinir allstaðar að í Ameríku. Við erum líka flest á sama hótelinu. Verðurspáin er ekki glæsileg... rigning.

http://mainlymarathons.com/series-3/appalachian-series/ 
Day 1 (Oct.11): Bluefield, West Virginia  start kl 7:30

Bluefield WV 11.10.2014 005

Ég reyndi að fara snemma að sofa... það er ekkert mál þegar maður er í 4 tíma tímamismun og hefur keyrt í 6 klukkutíma. Klukkuna stillti ég á 5 am... við vorum ekki viss hvort hótelið ætlaði að byrja fyrr með morgunmatinn... en þeir gerðu það. Það voru um 4 mílur á startið og allir glaðir því það var sæmilega þurrt.

Bluefield 11.10.2014 043

Það var ekki búið að ræsa hlaupið þegar rigningin mætti. Við vorum í garði á fylkismörkum West- Virginia og Virginia... við förum því sömu leiðina 2 daga í röð og getum skráð maraþonin á bæði fylkin. Reglurnar eru að ef hlaup byrjar í einu fylki og endar í öðru getur fólk valið á hvort fylkið hlaupið er skráð. Ég þarf bæði fylkin í minni annarri ferð yfir fylkin.

Bluefield WV 11.10.2014 022

Við fórum 12 sinnum sama hringinn... sem var ekkert nema brekkur. Í byrjun voru allir svo hressir en þegar á leið hætti maður að heyra ,,keep it up" eða ,,way to go" og heyrði í staðinn ,,these hills are getting steeper" eða ,,they´ve turned in to mountains".... Brekkurnar fóru virkilega illa með mig og í bleytunni voru laufin svo hál... svo er ég eitt brunasár eftir fötin.

Bluefield 11.10.2014 047,1

Þessi hlaupasería er hlaupin í fyrsta sinn núna og þó nokkrir sem ætla að hlaupa alla dagana 5... ég ætla að láta mér nægja 3 daga.

Garmin mældi vegalengdina 43,6 km og tímann 7:26:35 
Þetta maraþon er nr 177 og 17 eftir í öðrum hring um USA


Vá, hvað ég hef verið léleg að blogga um hreyfinguna...

Ég verð að bæta úr þessu þegar ég kem heim aftur...hér semsagt uppfærsla þó sein sé... bara svona til að halda reikningsskapnum áfram. 

Síðasta færsla var 23.ágúst og um,
Reykjavíkurmaraþon... 42,73 km - 5:44:51
25.8 - hjól 19,3 km í roki og rigningu...
28.8 - leitaði ég að spjaldi í ratleiknum, 14.2 km ganga og 4,2 km hjól.
29.8 - syndi 1000 metra skriðsund og hjólaði 2 km.

September...
1.9 - lagði það á mig í roki og rigningu að hjóla (5 km )út á línuveg, þaðan fannst mér vera styttst í síðustu 2 spjöldin í Ratleiknum (14 og 15). Síðan leitaði ég í hrauninu að þessum spjöldum og Garmin mældi þá göngu 13 km. Ég mætti ekki EINNI hræðu þennan dag, en hjólinu var stolið þar sem það lá læst hjá línustaur nr 12... Ég leitaði um allt í ca 45 mín en lagði síðan af stað gangandi heim... Náði símasambandi í iðnaðarhverfinu og Lúlli sótti mig... 4,5 km ganga í viðbót.
8.9 - hljóp með Völu, Hrafnistuhringur 12,5 km
10.9 - hjólaði (á Lúlla hjóli) 14,4 km, út á línuveg að leita betur.
11.9 - hljóp hring um Ástjörn, 5,3 km
12.9 - 1200 m skriðsund
15.9 - Hrafnistuhringur með Völu, 12,5 km
17.9 - Krísuvíkurvegur, 11,4 km
19.9 - hringur um Ástjörn, 5 km + 1200 m skrið + 2 km hjól
22.9 - Helgafell með Völu, hjól 20,5 km + 5 km ganga
24.9 - Hringur um ÁSstjörn, 5,2 km í roki og rigningu
26.9 - Hringur um Hvaleyrarvatn (að heiman) 11.km + 1200 m skrið + 2 km hjól
29.9 - Hrafnistuhringur með Völu, 12,5 km

Október... 
2.10 - Hringur um Ástjörn og hverfið, 5,5 km
3.10 - 1200 m skrið
6.10 - Hringur um Ástjörn með Völu, 6,5 km

9.10.... farið út í hlaupaferð - 5 maraþon á 9 dögum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband