Bloggfærslur mánaðarins, september 2017

Hreyfing í sept 2017

Mánuðurinn byrjaði erlendis. Við flugum til Seattle með millilendingu í Minneapolis, gistum í Seattle eina nótt og keyrðum mest allan næsta dag til Pendleton OR. Ég hljóp 2 maraþon í nýrri seríu, NorthWest hjá Mainly Marathons.

 2.sept... 3 km ganga í Pendleton OR með Sharon
 3.sept... NorthWest Series #2 Pendleton OR... 43,3 km
 5.sept... 3 km ganga í brautinni í Washington State.
 6.sept... NorthWest Series #5 Lewiston ID.... 43,45 Km
 9.sept... Helgafell, 5,4km ganga m/Lovísu og krökkunum, ég var hestur
11.sept... 25,55 km ganga í hrauni (3 spjöld) var 10 klst 
13.sept... 16,4 km hjól m/Völu
14.sept... 6 km skokk í bænum
18.sept... 12,3 km skokk, gamli Hrafnistuhringurinn minn :)
20.sept... 16,5 km hjól m/Völu 
21.sept... 8,1 km skokk, frá sjúkraþj. Hrafnista
22.sept... 6 km skokk kringum Ástjörn og 1200m skriðsund.
25.sept... 6 km skokk um Ástjörn, hífandi rok og 16,5 km hjól m/Völu.
26.sept... 12,32 km, skokkaði gamla Hrafnistuhringinn
27.sept... 16,4 km hjól m/Völu
28.sept... 8,1 km skokk, frá Sjúkraþjálfaranum
29.sept... Helgafell 5 km ganga og 1200m skriðsund.
 


NorthWest Series #5 Lewiston ID, 6.sept 2017

titleNWidaho

NorthWest Series, dagur 5, Lewiston ID
6.sept 2017

http://mainlymarathons.com/series-3/northwest/idaho

Við fundum nokkurn veginn rétta staðinn daginn áður... Það er í Hells Gate State Park... hinumegin við ána. Það eru uþb 10 km frá hótelinu. Við ákváðum að Bíðari nr 1 myndi bíða á hótelinu, úti er reykjarmökkur í loftinu vegna skógarelda allt í kringum okkur og skyggni lítið. Ég fékk að hafa herbergið til kl 12.

Ég er enn með sama númerið, nr. 19

Lewiston ID 6.9.2017Klukkan var stillt á 2 am... ég þarf að leggja af stað 3:15
Ég náði á mátulegum tíma fyrir startið kl 4 am. Hlaupið var á göngustíg 14x sama leiðin fram og til baka. Skógarstígar eru oft mjög mishæðóttir og erfiðir og enn verri í myrkri. Ég eyddi mikilli orku í þessa 3 tíma sem var myrkur en hvað gerir maður ekki til að sleppa við hitann að deginum. Þegar sólin kom upp var hún eldrauð en ég gat ómögulega náð litnum á mynd.

Lewiston ID 6.9.2017Það var nær sama fólkið í dag og í Oregon um daginn. Ég slapp við að detta en rak tærnar nokkrum sinnum í. Á leiðinni var þvottabjörn í tré og við göngustíginn var hind með kálf.

Mér gekk bara vel, var aðeins stirð eftir síðasta maraþon því æfingaplön hafa ekki verið að þvælast fyrir mér síðustu ár.

Þetta maraþon er nr. 219
Garmurinn minn mældi tímann 6:38:00 og vegalengdina 43,45 km 


NorthWest Series #2, Pendleton OR, 3.sept 2017

titleNWoregon
NorthWest Series, dagur 2, Pendleton OR
3.sept 2017

http://mainlymarathons.com/series-3/northwest/oregon

Við mættum á svæðið daginn áður og sóttum númerið. Ég er nr 19. Ég hitti fullt af brjálæðingum sem taka alla 6 dagana. Ég gekk með Sharon eina bunu í brautinni. Við Lúlli fengum okkur síðan að borða og tókum það rólega.

NorthWest Series Pendleton 3.sept 2017Ég fór fyrir tilviljun í póstinn minn og sá þá að það var búið að bæta við EXTRA EARLY START kl 4 am... enda er spáð gífurlegum hita á þessu svæði... fólk er hvatt til að vera inni sem mest. Klukkan var því stillt á 2:30 am til að vera tilbúin og mætt á svæðið fyrir kl 4 am.

Við byrjuðum í niðamyrkri, en höfuðljósin nægja alls ekki til að sýna allar misfellur... ég datt kylliflöt á gangstéttinni í fyrstu ferð, þegar 300m voru eftir af brautinni. Ég eyddi þvílíkri orku þessa 3 tíma áður en birti. 

20170903_104404Brautin var fram og tilbaka 14 ferðir og þegar birti gat ég farið að taka myndir af mér með þessu kolbrjálaða fólki. Hitinn ágerðist og þá var erfitt að drekka hvorki of mikið eða lítið. Ég stoppaði 6 sinnum til að teygja og fór 3svar á klósettið fyrir utan að það tók smá tíma að kíkja á sárin þegar ég datt.

Þetta maraþon er nr. 218
Ég get ekki annað en verið sátt frammistöðuna í dag... þrátt fyrir allt.
Garmin mældi tímann 6:33:00 og vegalengdina 43,3km


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband