Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Ágætis gluggaveður

Gott að hlaupa snemma, Vala er annað að gera svo ég fór Hrafnistuhringinn fyrir hádegi. Æðislegt að hlaupa - bara vera mátulega klæddur. Hringurinn stendur alltaf fyrir sínu, það var sól, kalt og smá vindur.

12,5 km eins og venjulega.


Dásamlegt

Ég fór snemma út og hljóp Garðabæ ,,hinn meiri"... Mætti Þóru Hrönn og Ingileif á leiðinni... Veðrið var dásamlegt, sól, aðeins gola og smá kuldi á köflum.

Ég lengdi í lokin til að slétta töluna upp í 20 km Cool


Áslandsbrekkur í frábæru veðri

Veðrið var yndislegt í dag. Við Soffía hittumst við Lækjarskóla kl 10:30 og fórum brekkuhringinn - upp á hæsta göngustíg :) frábært

Þetta mældist 13,2 km fyrir mig :) Það er að koma sumar


Nýr hringur með Soffíu

Við hittumst við Lækjarskóla og bjuggum til nýjan hring, hlupum strætóhringinn í Setberginu, meðfram Álfaskeiðinu og Hjallabrautina niður að sjó, bryggjuna að Fjarðargötunni og þaðan heim til Soffíu. Það eru síðan 3,5 km heim fyrir mig.

Samtals fékk ég 14 km út úr þessu.


Í hífandi roki

Datt í hug að athuga með Soffíu, því Vala forfallaðist í dag... Hún var til í Norðurbæjarhring svo ég hljóp heim til hennar. Það var hífandi rok Á MÓTI á Álftanesveginum... HVAÐ ANNAÐ ! þetta fer að verða rannsóknarefni - það er sama í hvora áttina ég hleyp - það er alltaf á móti.

Hringurinn var 12,2 km


Garðabær hinn ,,meiri"

Ég sveiflaðist út úr dyrunum um hálf 11... veðrið var dásamlegt, það var aðeins kaldur vindur sem mætti mér en það var bara hressandi. Frá fyrsta skrefi var Garðabær hinn meiri í sjónmáli... og hef ég hug á að hafa hann sem lágmark á laugardögum. Mannlífið er að lifna við - alltaf fleiri og fleiri brosandi andlit sem maður sér á leiðinni.

Ég lengdi aðeins til að fá slétta 20 km út úr þessum hring Cool


Stóri brekkuhringurinn

Venjulega hleyp ég fyrir hádegi á fimmtudögum... en í dag fór ég eftir skóla... og var dauðþreytt allan hringinn. Veðrið var dásamlegt þó vindurinn væri í fangið upp Áslandsbrekkurnar. Það er alltaf vindur þarna uppi.

Hringurinn mældist 10,7 km


Norðurbærinn með Soffíu

Ég hljóp heim til Soffíu, veðrið í dag var sæmilegt, svolítill vindur, smá dropar en hlýtt... Við hlupum Norðurbæjarhringinn og gess what... það var mótvindur á Álftanesveginum... ég hljóp síðan heim. Ég var ekki alveg eins orkulaus og síðast svo þetta er í áttina.

ég fór 12,2 km í dag Cool


Geggjað veður

Ég var ekki eins þreytt í dag og undanfarna daga... mánudagar hafa ekki verið hlaupadagar undanfarið hjá mér, en ég hljóp ekki í gær, var með gesti... og það féll niður tími í skólanum í dag... SVO þá er ekki annað en að skella sér út... hljóp Hrafnistuhringinn í æðislegu veðri... Það er komið vor - ekki spurning.

Hringurinn mældist eins og venjulega 12,5 km


Kroppurinn er í einhverju þreytusléni

Mig langaði út, skil ekki hvers vegna ég hef verið þreytt undanfarið... kannski ég hafi fengið einhverja pest... ég er ekki bara þreytt á hlaupunum - heldur alla daga.
Í dag var farinn ,,Garðabær hinn meiri" í þessu frábæra veðri. Ég var ein á ferð, það er ekki leggjandi á nokkurn mann að fara langt með mér í þessu þreytusléni, stundum voru vöðvarnir að mótmæla en ég tók þetta bara rólega.

Hringurinn mældist 19,5 km og ég nennti ekki að taka aukaslaufu í dag til að slétta töluna, lét þetta bara nægja Cool


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband