Hreyfing í jan og febr. 2024

Við komum frá Orlando gegnum NY að kvöldi 5 jan.. ég var rétt lent þegar ég fékk hringingu frá Hrafnistu.. Mamma var orðin mjög veik.. daginn eftir var hún sett í lífslokameðferð og lést 7.jan.. Það fór því ekki mikið fyrir æfingum þennan mánuðinn.. þó syntum við systur á föstudögum.. Mamma var svo jarðsett 24.jan. 

Ég var síðan ráðin til Skagafjarðarprófastsdæmis frá 1. febr.. og þar var snjór og mikill klaki á götum.. ég keypti því kort í þrekmiðstöð, þó ég elski ekki bretti.. og eyði ofboðslegri orku í að venjast því.. 

12.jan.. 1000m skrið
15.jan.. 10,5 km skokk m/Völu í hálku
19.jan.. 1000m skrið
25.jan.. 5 km skokk
26.jan.. 1000m skrið

10.feb.. Bretti 3 km
12.feb.. Bretti 3 km
15.feb.. Bretti 3 km
17.feb.. Bretti 3 km
19.feb.. Bretti 3 km
21.feb.. Bretti 4,1 km
24.feb.. Bretti 4 km
27.feb.. Bretti 4 km


Áramóta annáll fyrir 2023


GLEÐILEGT ÁR 2024

Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á hlaup-árinu 2024 um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða. 

20231227_110637Annáll þessa árs er skrifaður í Orlando Florida.. en ég fór nokkrar ferðir erlendis til að hlaupa.. Ég var ákveðin að klára öll 50 fylkin í þriðja sinn á þessu ári.. Í ársbyrjun vantaði mig 13 fylki.. og ég fór 6 ferðir til þess að ná þeim.. Síðasta fylkið var Virginia. EN svo kom BÖMMER ársins.. eitt hlaupið var ekki samþykkt, það er á rauðu flaggi.. vegna hita var víst endalaust verið að láta hlaupara stytta vegalengdina og þeir sem fóru styst hlupu aðeins hálft maraþon.. vegna skorts á verðlaunapeningum fengu margir sem fóru hálft, pening fyrir heilt.. og svo var klúður í tímatökunni.. svo ég fékk póst frá 50 ríkja klúbbnum að ég verði að hlaupa þetta fylki aftur.. og það geri ég í mars.

Maraþonin á þessu ári urðu 16.. í fyrsta sinn í áratugi stytti ég niður í hálft maraþon í Reykjavík.. en þrátt fyrir fjölda pósta hef ég ekki komist í úrslitin í hálfu.

Ég gekk, skokkaði og hjólaði með Völu og synti á föstudögum með systrum mínum.

Vegna þessara utanlandsferða á milli þess sem ég var að leysa af í Vestmannaeyjum, Njarðvík og á Patró.. þá gekk ég hvorki á Esjuna eða Helgafellið mitt.. en ég náði Ratleiknum.. 

Maraþonin eru komin í 278 + 1 virtual
Ultra-hlaup 10, 9 Laugavegir og 1 Þingvallahlaup
Fylkin í 3ja hring um USA eru komin 49
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR

2024




Holiday Five, Winter Park Florida 31.des 2023

Í dag er síðasti dagur Holiday Five seríunnar.Ég hafði sama system og í fyrradag.. Ég stillti klukkuna á 3.. og lögðum af stað kl 5.. með allt dótið, því við skiptum um hótel í dag.

20231231_Winter Park FloridaHlaupið var ræst kl 6.. í niðamyrkri.. ég reyndi að nýta mér birtu frá öðrum með höfuðljós.. um kl 7 birti. Það var sama leið alla dagana í seríunni. Mér gekk ágætlega en var orðin sárfætt í miðju hlaupi og skipti um skó.. og bætti svo við innleggjum. Þjónustan var ágæt í hlaupinu. Ég var fegnust því að maginn á mér var í lagi.. Skipuleggjandi er Bettie Wailes.

Þetta maraþon er nr 278

Strava mældi maraþonið 43,8 Km


Holiday Five, Winter Park Florida, 29. des 2023

Það var svo dýrt að fljúga til Florida og rándýrir bílaleigubílar þar að ég flaug til Raleigh og keyrði 608 mílur (998 km) til Florida.. að auki var bílinn helm ódýrari og kostar ekkert að skilja hann eftir þar og fljúga heim frá Orlando.. ég keyrði tvo tíma eftir flugið, við gistum í Dillon og keyrðum restina daginn eftir..

20231229_Holiday Five FloridaEftir langa keyrslu í gær átti ég ekki erfitt með að sofna.. þó var hávaði og músík í næstu herbergjum.. ég lét símann hringja kl 3 og lagði af stað kl 5.. 
Ég átti ekki í vandræðum með að finna staðinn. Hlaupið var ræst í niðamyrkri kl 6.. og auðvitað hafði ég gleymt höfuðljósi. Leiðin var ágæt.. eftir malbikuðum stígum.. þó var töluverður halli á þeim, sem er alltaf slæmt fyrir mig. Tveir haukar fylgdust með okkur og íkornar hlupu um allt. Mér gekk ágætlega þrátt fyrir tímamismun og ferðaþreytu.. ég þekkti marga af þeim sem mættu.

Þetta var þriðji dagurinn í fimm daga seríu, ódýrt safnarahlaup með lágmarksþjónustu og ódýrum verðlaunapeningi.

Maraþonið mældist 43,93 km 

Hreyfing í des 2023

Loksins þegar ég hef ákveðið að auka skammtinn á plástrinum, þá er skortur á honum.. fæst ekki á landinu en ég er mikið betri og gat farið að lengja vegalengdina.. 

 1.des.. 1000m skriðsund
 5.des.. 8,5 km skokk m/Völu frá Suðurbæjarlaug
 7.des.. 7 km skokk áleiðis að Hvaleyrarvatni
 8.des.. 1000m skriðsund
 9.des.. 8,5 km skokk m/Völu
11.des.. 8,5 km skokk m/Völu
15.des.. 1000m skriðsund
16.des.. 8,5 km skokk m/Völu 

29.des.. Holiday Five Marathon, Winter Park Florida, 43,93 km.


Hreyfing í nóv 2023

Mánuðurinn var viðburðarríkur.. stóru markmiði náð.. þegar ég fór til að klára 3ja hringinn um USA. Ég var mjög upptekin fyrir ferðina, bæði í kórunum og vinnu og hljóp því ekki eins mikið og ég ætlaði. Eftir maraþonið var ég svo slæm af grindarlosinu að ég gat varla gengið í viku..  Ég hef því ákveðið að auka skammtinn á forðaplástrinum ég get ekki verið svona lengur.

 2.nóv.. 6km (2x) kringum Ástjörn + 2,5 km hjól.
 8.nóv.. 2,5 km ganga á mömmumorgni í Vogum
11.nóv.. Richmond marathon VA 42.2 km  6:38:11
24.nóv.. 1000m skriðsund
28.nóv.. 6 km skokk


Richmond Marathon, Virginia, 11.11 2023

Vá, ég trúi þessu varla sjálf.. en í dag hljóp ég síðasta fylkið í 3ja hringnum mínum um öll 50 fylki USA.. 3 hringir þýða 150 maraþon.. Eftir yfir hundrað flugferðir, hundruði hótela og mörg þús mílna akstur.. þá er þriðja hringnum lokið.. ótrúlegt en satt.

Hótelið var í 10-15 mílna fjarlægt frá startinu..
Klukkan stillt á 2:45. Kl 4:30 lagði ég af stað, 20 mín keyrsla á start, í miðborginni. Ég var að vonast til að það væri ekki búið að loka götunni við bílastæðahúsið en það var búið að loka mörgum götum, einstefnur og ég fann ekki strax annað bílastæðahús.. 

20231111 Richmond VAFann loksins bílastæðahús við hliðina á Mariott.. beið um hálftíma í bílnum en lagði síðan af stað og kom snemma á startið.. hiti var um frostmark.. Við startlínuna var ég óvænt tekin í sjónvarps viðtal á CBS12.. 

Hlaupið var ræst kl 7 og mér gekk ágætlega, fann samt fyrir grindarlosinu vegna veghallans. Ég var ekki hálfnuð þegar ég fór að finna að það jaðraði við krampa í hægri kálfa en það rjátlaðist af þegar ég vandaði mig við að slaka á vöðvanum. Þjónustan var góð á leiðinni, drykkjarstöðvar á milu millibili og veðrið var þægilegt. 

Það var ólýsanlegt að koma í mark og hafa klárað 3ja hring um USA. Ég var síðan heppin að hafa valið bílastæðahús við hliðina á Mariott, því Mariott var með strætó þangað. 

Richmond Virginia Marathon..✔️
3x USA.. ✔️


Center of the Nation, Baker MT 7.okt 2023

MARAÞON Í BAKER MONTANA Í DAG..

Það var stutt á startið og nóg að vakna kl 4am.. Lúlli ákvað að vera sannur ,,Bíðari nr 1" og bíða á staðnum.. Startið var kl 6am í 1-2ja stiga FROSTI.. Sem betur fer var ég með buxur til fara í utan yfir hlaupabuxurnar og regnkápu utanyfir jakkann og heppin að hafa vettlinga..

20231007 Baker MTEins og venjulega var myrkur fyrsta klukkutímann.. en þegar sólin kom upp fór að hlýna og fólk fór að fækka fötum.. Leiðin var ágæt og veðrið fallegt.
Nýlega nefndi ég í prédikun í ,,Heima með presti" að það væri til hlaupahópur í USA, TEAM 4:13.. eða Fil 4:13 og í hlaupinu í dag var einn hlaupari í bol frá þeim.. En versið hljóðar þannig: Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir..
Montana ✔️
Hæð yfir sjávarmáli 1000m
Strava mældi leiðina 44,25 km
1 fylki, Virginia.. eftir í 3ja hring um USA

Center of the Nation, Sundance Wyoming 4.okt 2023

Við Lúlli flugum til Denver og ég byrjaði á að keyra 3 tíma til Sterling.. ég hafði íhugað að taka þar eitt maraþon, en sf því að ég hafði farið til Bristol og svo beint út aftur, þá var ég of þreytt til þess.. Ég keyrði því næst til Sundance..

MARAÞON Í WYOMING Í DAG...
20231004 Sundance WYÉg hafði vekjarann stilltan á 4am, en var vöknuð fyrr.. Fékk mér jógúrt, vítamín-skammtinn, tók spænskuna, teypaði tærnar, klæddi mig og fór af stað..

Start kl 6am í skítakulda, 2-3 gráður og vindur. Ég hafði gleymt höfuðljósi eins og venjulega.. brautin var gróf möl.. og í kringum 30 km var ég orðin verulega sárfætt.. það hlýnaði er leið á morguninn, fór hæst í um 8 gráður.. á tímabili þykknaði upp og komu nokkrir dropar.

Maraþonið var 22 hringir og mældist 45,38 km þegar upp var staðið..
Hæð yfir sjávarmáli, 1.583m..
Wyoming ✔️
2 eftir í 3ja hring

Hreyfing í okt 2023

Ég flaug heim frá Bristol 30.sept. lenti um miðnætti og flug til Denver eh 1.okt. Ég ætla að taka 2 fylki í þessai ferð.. Montana og Wyoming.. Ferðin gekk vel þó keyrslan væri mikil eða rétt yfir 2000 km. Veðrið var frábært allan mánuðinn en ég var að leysa af í Njarðvík, svo ég tók mér meiri tíma til að ná mér eftir maraþonin.. nú er 1 fylki eftir í 3ja hring..

 4.okt... Marathon í Sundance Wyoming 45,38 km
 7.okt... Marathon í Baker Montana 44,25 km
13.okt... ganga 5,2 km og 1000 m skriðsund
16.okt... hjólaði 22,2 km
18.okt... Hjól 4 km og hlaup 5 km með Völu
21.okt... Hjól 8 km og skokk kringum Ástjörn 3 km
23.okt... Hjól 4 km og skokk 5 km með Völu
27.okt... Hjól 2,5 km og 2x kringum Ástjörn 6 km
30.okt... Hjól 3 km og 2x kringum Ástjörn 6 km

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband