Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Frí í dag

Jæja Byltur,

Það er frí hjá okkur í dag ... 8 km á laugardag og 18 km á sunnudag hjá ykkur og maraþon hjá mér á sunnudag.  Þetta er ekkert nema gleði og hamingja.  Maður minn hvað árið er fljótt að líða.  Nú er ágúst búinn.... ótrúlegt. 

Ég vona að veðrið sé ekki að ergja ykkur um helgina stelpur.... hugsið bara til mín, hlaupandi í of miklum hita og sól... samanlagt ... þá er þetta svona að meðaltali gott......

Ætla einhverjar að fara í Brúarhlaupið á Selfossi ???   Errm

Hverjar eru bestar...... Smile


,,Detta" niður hlaup hjá Byltum ?

Jæja Byltur,

Ég veit að ég þarf ekkert að vera með svipuna á ykkur, þið hafið örugglega hlaupið þessa viku eins og planið segir.  Ég hef heyrt að það rigni heima ...... það rigndi líka hér í gærkvöldi. 

Rigndi með látum.... þrumur og hvaðeina... Og ég sem setti í þvottavél fyrr um daginn.... hefði nægt að hlaupa 2 hringi í kringum hótelið, einn meðan rigndi og hinn þegar það hafði stytt upp..... þvottur og þurrkun.   Whistling

En Byltur, þið látið ekki hug,,fallast" þó vegalengdir aukist, þó rigni, kólni og hvessi..... Berjist áfram, Hverjar eru bestar..... Byltur

PS.  Það hefur enginn skráð sig enn í Bíðarafélagið.... skrítið


Orkusöfnun ?

Við erum svo á milli hlaupa, að maður veit varla tíma né dag.  Við vitum að það er miðvikudagur í dag, vegna þess að Adam litli kúturinn okkar var í fótaaðgerð á báðum fótum í morgun, heima á Íslandi og allt gekk vel..... AMEN.  Við erum svo blessuð.  Halo

Næsta maraþon
http://www.newmexicomarathon.org/ er hér í Albuquerque á sunnudag 2.sept. kl. 5:30am.  Núna erum við í búðarápi en ég ætla að aðeins að slaka á í því.... safna smá orku á föstudag og laugardag, þegar ég sæki gögnin.  


Green River Marathon, 25.ág. 2007

bloggað í Colorado Springs 019Ég fór inn á slóðina fyrir haupið http://www.grchamber.com/  til að athuga úrslitin og rakst þá á lýsinguna á hlaupinu og datt í hug að afrita það fyrir ykkur.  Það er ,,algjört must" að lesa svona áður en maður skráir sig í hlaup. Mér var sagt í Green River að það rigndi 9" á ári og í fyrra rigndi það á hlaupadaginn sem sést á commentunum...... en það hafa engir sett comments fyrir hlaupið á þessu ári.  Síðustu mílurnar var hlaupið niður af fjallinu, mikil hæðarlækkun og niður í bæinn.

PS.  Ég sá aldrei neina villta hesta!

ATH...... mynd birt með góðfúslegu leyfi Bíðara nr. 1

Course Description
Packet pick-up will be 4-8pm on Expedition Island before & during the Cajun shrimp boil/pasta dinner. Fireworks will follow.
Runners for both races will be picked up Saturday morning at 5:15am and bused to the starting point. The race starts at 6:30 am. Elevation is 6800' at start. Starting point is next to the Wild Horse Kiosk located at the east entrance of the Wild Horse Loop Tour on County Road 14. Runners will have a 700 ft. incline for about 5 miles. The course continues across the top of White Mountain along the Pilot Butte Wild Horse Loop Tour across rolling hills between 7300 and 7500'. Last year runners described the course as challenging.


Nýtt vikuplan

Fjarstýringin er á Byltur.... gangi ykkur vel  Cool 

sunnudagur.......... 26.ág........ 16 km

mánudagur........... 10 km

miðvikudagur....... 12 km

fimmtudagur........ 6 km  (brekkur)

laugardagur......... 1.sept...... 8 km

Í gær var 39 stiga hiti.  Við erum núna í Colorado Springs í 35 stiga hita, förum á morgun til New Mexico.  Ég verð í sambandi......Kissing


Maraþon nr. 80 til heiðurs Eddu systir.....

Komið þið sælar Byltur.  Green River, Wyoming 24.8.2007

Þið verðið að fyrirgefa að fjarstýringin virkaði ekki sem skildi, ég hef ekki verið í tölvusambandi en ég veit að þið hafið samviskusamlega hlaupið eftir prógramminu.  En til að uppfæra ykkur varðandi ferðalagið, kemur smá ferðasaga.

Ég og Bíðari nr 1 flugum til Minneapolis sl. miðvikudag og þaðan til Denver Colorado.  Að sjálfsögðu erum við í Bíðara-og hlaupaferð.  Ferðinni var heitið til Green River í Wyoming og þar hljóp ég mitt 80. maraþon.  Við vorum 2 daga að keyra þangað.  Við vorum ekki í gsm-sambandi og tölvan fann ekki netið á hótelinu.  Bærinn svo lítill að þar var engin tölvubúð og enga hjálp að fá í því efni. 

Þessa helgi var Green River Festival og margt um að vera fyrir utan Röð fyrir pastaveisluna í Green River maraþonið sem var á laugardegi 25.ágúst..... Hljóp ég til heiðurs Eddu systir sem varð 40ára.... og hljóp ég á sama tíma og veislan var hjá henni heima á Íslandi. 

Í pastaveislunni sem var utandyra.... var auðvitað pasta, en líka kartöflur, risarækjur, pylsur/bjúgu ?, brauð og fl.  Þá var hljómsveit að spila og svo var uppboð á listaverkum. 

Ég þurfti að vakna kl 4 um nóttina, mæta kl 5:15 í rútuna.  Ég svaf svo sem ágætlega, þó maður sé á kolvitlausum tíma.  Hlaupið byrjaði kl. 6:30 og þá var orðið bjart. 

Í pastaröðinni,Green River, Wyoming 2007 004

 

Bíðarinn kom mér í rútuna og það var keyrt upp í fjöll..... og hættið nú alveg.... Sálin hrópaði -HVAÐ ER ÉG AРGERA HÉRNA-   ég þurfti að hlaupa 40 km. á moldar-þvottabrettisvegi...... í steikjandi hita, því loftið er svo þurrt og svo stóðu allir á öndinni vegna þunna loftsins.  Fyrstu... ég man ekki hvað margar mílurnar voru upp..... HJÁLP.... ég fer ekki í meiri fjallamaraþon.  Síðustu 3km.  (mældist 43km)  voru á malbiki.  Myndir frá Green River, Wyoming 2007 011

 

 

Drykkjarstöðvar voru óvenju fáar eða á annarri hverri mílu og á tveim þeirra voru glösin búin.  Vegna hitans gekk ég mikið á milli, hef ekki áhuga á að drepa mig fyrir sportið..... ég hef tvisvar verið í hlaupi þar sem menn dóu í markinu.  Það var í Chicago árið 2000 og í OC í janúar sl.

Myndir frá Green River, Wyoming 2007 012Það varð fljótt mjög heitt, ekki ský á lofti, og loftið þurrara en á Íslandi.  Ég held ég hafi orðið fyrir ofþornum, því ég þori aldrei að drekka mikið í einu.  Það sem var verra var að ég skaðbrann á kálfunum, hafði steingleymt að bera sólarvörn á þá.   Þvílíkt hvað ég var fegin að komast í markið og geta teygað kalt kók og vatn. 

Ég held ég hafi sjaldan gengið eins nærri mér og núna, var rúma 6 tíma.  Það sem eftir var dags drakk ég endalaust, var með höfuðverk, lystarlaus og að auki skaðbrennd á kálfunum.

Ég er búin að hirða upp erfiðustu hlaupin í USA hvað eftir annað, Desert News Salt Lake City, Crater Lake Oregon, Mt. Rushmore S-Dakota og man ekki hver fleiri..... Nú fer ég bara í borgarhlaup, TAKK FYRIR.... nú þarf að lesa betur UM hlaupið ekki bara athuga hvort dagsetningin hentar.


Glæsilegt....

Soffía, Rannveig og Þóra Hrönn mættu til að hlaupa sína 8 km. og ég var hjólandi.  Hlaupaleiðin var farin með stæl..... og fólk hélt að stelpurnar væru með einkaþjálfara á hjóli.  Ég var uppdeituð af upplýsingum varðandi Reykjavíkurmaraþon.

Rannveig og Ingileif fóru 10 km. og báðum gekk vel.  Glæsilegt stelpur.....Cool .... Frábært.   Soffía hljóp ekki - er með bronkitis- þetta er nú örugglega ekki rétt skrifað, en það skilst.  Gengur bara betur næst Soffía.   Nú er bara að halda sér við planið Byltur, látið ekki detta niður æfingu þó ég bregði mér af landinu. 

Það verða 10 km á miðvikudag..... með bros á vör  Smile


Vikuáætlunin

Þá er komin ný vika.....  vika nr. 7 í planinufriendship

Sunnudagur....... hvíld fyrir þær sem hlupu í Reykjavíkurmaraþoni   Smile

mánudagur........ 8 km.

miðvikudagur..... 10 km.

fimmtudagur ...... 6 km.

laugardagur ....... 8.km.

Ég hvíli alla vikuna stelpur, mæti samt og hjóla með ykkur í dag.


Reykjavíkurmaraþon

Enn á lífiJæja, það er afstaðið og ég er á lífi... Ég fór af stað kl. 8 um morguninn, early start, heitir það. 

það byrjaði ágætlega fyrstu 10 km.  En frá 10km og að 30km, þar sem maðurinn beið eftir mér, var ég varla á lífi.  Allt var eins og best á kosið, veðrið heitt og gott, hlaupaleiðin í lagi, útlendingum finnst hún áreiðanlega frábær, starfsfólkið gott ... en það var of langt á milli drykkjarstöðva. 

Fólk finnur sennilega ekki eins fyrir því í styttri vegalengdum, en í maraþoni gengur ekki að hafa 4 km á milli þeirra.  Og svo vantaði eina..... frá 25km og að 32km var engin drykkjarstöð.   Maðurinn, Bíðari nr. 1 mætti á hjólinu og hreinlega bjargaði mér  Kissing.... var með Egilsorku og myndavélina auðvitað.   Ekki bætti ég tímann minn, frekar bætti við hann !  Í heildina litið, þá voru fyrstu 42 km. verstir Errm... síðustu 200 metrarnir bestir... Wink ...... annars mældist maraþonið hjá mér 42,6 km

Magga og Anna Rós fóru hálfmaraþon og bættu tímann sinn.  Glæsilegt hjá þeim, til hamingju stelpur.

Hérna á að koma mynd af þeim, drífið ykkur að senda myndina stelpur.


Maraþon á morgun

Gögnin sóttVið vorum þrjú sem mættum í pastað..... ég, Rannveig og Bíðari nr. 1.  Við sóttum númerin, fundum stemmninguna og hittum hlaupavini.  Rannveig var eitthvað slöpp og hafði ekki lyst á pasta, ég borðaði fyrir okkur báðar.

Ekki að spyrja að því, maður hleypur ekki í spik, án þess að hafa eitthvað fyrir því.  Nú er bara að undirbúa sig. Hafa allt tilbúið fyrir morgundaginn.

Rannveig hleypur 10 km. en ég maraþonið.  Við vorum að skoða leiðina á kortinu í bæklingnum.  ÁGÆTIS HRINGUR.

Ég er svo heppin að Bíðari nr. 1 ætlar að hitta mig við 30 km. markið eins og undanfarin ár og hjóla með mér afganginn af leiðinni.  Þá reynir hann að segja eitthvað viturlegt og vera með brandara sem ég hlæ ekki að fyrr en löngu seinna .... Svo er hann með orkudrykk, súkkulaði og getur geymt jakka í körfunni og svo tekur hann myndir..... Frábær þjónusta sem hann veitir, verst hvað hann er lélegur nuddari.... En það er aldrei á allt kosið... og ég er hæst ánægð með þetta.

Við sáum ekki Möggu og Önnu Rós, en stelpur, gangi ykkur vel á morgun.  Takmarkið er að koma heilar og brosandi í mark.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband