Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Hlaupið með Soffíu

Ég hitti Soffíu við Lækinn um kl 10 og við hlupum Hrafnistuhringinn... það var kaldara en í gær og meiri vindur. Það er nokkuð langt síðan við Soffía höfum hlaupið saman svo við höfðum nóg að tala um. 

Hrafnistan alltaf það sama, 12,5 km

Eftir að hafa fengið mér snarl hjóluðum við Lúlli saman upp á Bæjarhraun til tannsa og fengum þar 10 km hjólatúr. Góð hreyfing þennan daginn.  


Í góðum gír með Völu

Það var frábært hlaupaveður, sólin skein, hlýtt og smá gola. Við Vala höfum ekki hlaupið saman í 2 vikur og í dag var nóg umræðuefni. Langt síðan hringurinn hefur verið svona ,,stuttur" ;)

Hrafnistan 12,5 eins og alltaf ;) 


Gott hlaup um hádegið :)

Vaknaði seint og kom mér ekki úr fyrr en um hálf 12... Það var Hrafnistuhringurinn eins og venjulega... enda frábær hringur :)
Veðrið var gott og ég naut mín ágætlega, það hefur verið þreyta í mér... bæði eftir prófatörnina og ofan á það kom illa út að hafa 2 vikur á milli síðustu tveggja maraþona, því ég hleyp lítið síðustu vikuna fyrir hlaup og tek frí viku eftir hlaup.

Ég var nokkuð spræk í dag með mína 12,5 km.


Marathon Maniacs

Ég er í tveim klúbbum í Usa en hef í nokkurn tíma vitað af þriðja klúbbnum og í einhverju bríaríi í gærkvöldi skoðaði ég vefsíðuna þeirra, sá einhver inngönguskilyrði... og sendi ég þeim póst og skrá yfir hlaupin árið 2009 en þá hljóp ég mest. Svarið er komið:

You definitely qualify for the Maniacs at the Ruthenium (5 star) Level with your 20 races in 15 states/countries in 365 days.
And I'm pretty sure you would be our first member from Iceland.
Once we receive your payment we will start the process of committing you to the InSane AsyLum. You can then have the InSane AsyLum track your progress by either automatically updating your stats whenever you enter a race in your list or you can manually update them.

Stigin er 10 svo geðveikin hjá mér er í MEÐALLAGI hjá Marathon Maniacs. Er það nokkuð spurning - á maður ekki að ganga í klúbbinn ;)

þegar ég fór svo að athuga betur hvaða kröfur eru gerðar, áttaði ég mig á að það þarf ekki að vera dagatals-ár... þ.e.a.s. frá 1-1.jan heldur 365 daga tímabil. Það varð til að ég hækkaði um tvo flokka... er núna 7 stjörnu-vitlaus (Maniac). 7 stjörnur fást fyrir 20 maraþon í 20 mismunandi fylkjum/löndum á 365 daga tímabili... og ég næ þeirri geðveiki auðveldlega.


Vanstillt í dag

Það var eins og ég kynni ekki að hlaupa, fór of hratt og mæddist og hægði þá á mér aftur og aftur, ég var vanstillt ;)
Það var 12,5 km. Hrafnistuhringur í dag í aldeilis frábæru veðri - ekki hægt að biðja um betra 

Back to the usual :)

Þá er maður kominn á götuna aftur :) Vala gekk á Vatnajökul um helgina og er föst á Hornafirði eða á leiðinni heim - lengri hringinn, svo við hlaupum ekki saman í dag.
þó veðrið væri hundleiðinlegt, rok og kuldi þá hljóp ég upp í Áslandið til Tinnu sem var að fá nýtt hjól og við fórum 9,5 km hring saman. Hringurinn var um Öldutúnið, Kinnarnar, Setbergið, með Læknum, um bæinn og í gegnum Hvammana aftur upp í Áslandið. Ég hljóp síðan heim aftur. 

Hringurinn varð 13,5 km fyrir mig :)


Delaware Marathon 15. maí 2011 - síðasta fylki USA fallið :)

Christiana Care Health System Delaware Marathon & Half Marathon & 4 person relay, Wilmington, DE USA, 15.maí 2011
http://www.delawaremarathon.org

Delaware 15.maí 2011ÓTRÚLEGT EN SATT... síðasta fylkið féll (fyrir mér) í dag. Delaware sem hefur gælunafnið ,,Fyrsta fylkið" varð fyrir einskæra tilviljun ,,síðasta fylkið" mitt. Dagurinn var stór í dag - nokkuð sem gleymist ekki á morgun :)... Ég trúi þessu varla enn - ég hef uppfyllt báða klúbbana sem ég er í, annar þeirra 50statesmarathon-club veitir viðurkenningu fyrir 50 fylkin en 50stateandDCmarathongroupusa hefur DC að auki.
Delaware 15.maí 2011
Áður en við flugum út var spáin fyrir Wilmington þrumuveður með eldingum og hellidembum en hlýtt. Það rigndi í gær þegar við sóttum gögnin en ég slapp við rigningu í hlaupinu í dag... en loftrakinn var 100%... mér finnst mjög erfitt að anda í svona raka og það kom niður á mér.

Delaware 15.maí 2011Ég hafði skrifað á gamlan bol ,,Delaware - 15.maí 2011 - MY LAST STATE og nær allir sem hlupu framhjá eða ég mætti óskuðu mér til hamingju.Hlaupið var erfitt... átti að vera flatt en leiðinni hafði verið breytt og var tómar brekkur... ég skil ekki hvað er í gangi með þessi brekkuhlaup. Sami hringurinn var farinn tvisvar og ég segi í hvert sinn að það er ömurlegt að hlaupa framhjá markinu og eiga annan skammt eftir.

Delaware 15.maí 2011Lúlli beið allan tímann á svæðinu og Edda systir, Emil og Inga Bjartey mættu með íslenska fána, bæði fyrir mig til að hlaupa með í gegnum markið og til að mynda okkur við í markinu. Hjónin Steve og Paula Boone sem eru með 50statemarathonclub voru líka að hlaupa og við Paula komum á svipuðum tíma í mark. 

DelawareÞetta var 50. fylkið og ekkert eftir...
Believe it or not
Þetta var 129 maraþonið mitt. Garmurinn mældi hlaupið 41,57 km, en gps-ið datt oft út á milli hárra trjánna og í undirgöngum, en tíminn var skelfilegur... 5:51:53


             50 State Marathon Club


Gögnin sótt í Delaware

Delaware 15.maí 2011
Við sóttum gögnin, expo-ið var í tjöldum við Riverfront markaðinn... ekki stórt expo - það tók stutta stund að fara í gegnum það. Ég er númer 139. Við fórum í búðir og borðuðum á Buffeti :)

Skokkað með Völu :)

Eftir aldeilis frábæra helgi og blíðviðri er ekki amalegt að fara hringinn með Völu. Við hittumst við Sjúkraþjálfann og fórum Hrafnistuna :)

Hrafnistan 12,5 km í sumarblíðu :) 


Yndislegt :)

Vika frá síðasta maraþoni... síðasta próf í gær og viss léttir, þó maður liggi enn á bæn um að ná þessum blessuðu prófum.

Ég skellti mér Hrafnistuhringinn í seinna lagi, en það var frábært. Náði í skottin á nokkrum Haukakonum við Hrafnistu og skrölti með þeim... aðallega einni þeirra til baka. Munur að hafa félaga. Veðrið var gott, sólin skein, örlítill vindur á köflum... en í það heila FRÁBÆRT.

Hrafnistan er ENN 12,5 km :) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband