Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Var dregin áfram


Jæja, ég mætti við Lækjarskóla kl 5. Hafði fengið hringingu frá Þóru Hrönn. Það hentaði henni og Ingileif að mæta fyrr. Veðrið var dásamlegt og ég lét þær ráða ferð. Ingileif vildi fara Garðabæjarhringinn.... Ég var til og lifði það af.... Wink 

Eftir því sem leið á fann ég hve gönguferðin sat í mér.  Þriggja daga ganga og erfiðasti leggurinn 20 km. um fjöll og fyrnindi.... í gær.

Ég er ólýsanlega fegin að þær drógu mig hringinn... 10,6 km. og ég sem hélt að það væri bara létt og lipurt á mánudögum.... Blush 

Það hefur verið ákveðið að fara Setbergshringinn kl 17:30 á morgun.


Áslandshringur, brekkur


Mætti ein við Lækjarskóla, veðrið var yndislegt.
Vegna þess að ég var ekki viss hvort Þóra Hrönn væri komin til landsins, hringdi ég í hana..... Hún var í Las Vegas.... kemur heim um helgina og ætlar að hlaupa á mánudag. Ég held að Magga sé úti líka og Soffía vinnur til 7 alla virka daga.... fáar sem eru því að hlaupa núna.

Hljóp ein þessar blessuðu brekkur, ekkert nema dýrð og dásemd. InLove

Ef þú lest þetta Þóra Hrönn.... þá er algjört möst.... að taka þyrluflug niður í Grand Canyon Cool


Hlaup í dag

Sælar,
Ég ætla að hlaupa kl. 17:30, spurning hverjar eru í sama gír.

Veðrið er yndislegt og ég ætla að hjóla niðureftir.... geri samt ekki ráð fyrir að synda eitthvað í leiðinni.... og gera þetta að þríþraut... það verður að bíða betri tíma.

Vonandi mæta fleiri   Cool 


Dam-maraþon Rexburg Idaho, 14.júní 2008

Rexburg Teton DAM Marathon & Half-Marathon, Marathon Relay, 10K, 5K, Fun Run
Rexburg, ID USA, J
une 14, 2008 .....  http://www.dammarathon.com

     Dammaraþon Rexburg, Idaho 14.júní 2008  Dammaraþon Rexburg, Idaho 14.júní 2008

Klukkan hringdi kl 4:15, og ég hafði eina ferðina enn sofið illa. Lúlli ákvað að keyra mig alla leið upp að stíflu..... réttara sagt leifunum af henni, því stíflan var ekki endurbyggð. Við eltum því rúturnar uppeftir. Hann fór svo á hótelið í sturtu og morgunmat og tékkaði okkur út fyrir kl 11.

Dammaraþon Rexburg, Idaho 14.júní 2008Ég hljóp af stað með hinum kl. 6:30.... fann strax fyrir lofthæðinni... átti erfitt með að anda.  Vildi samt ekki gefast strax upp og fara að ganga. Leiðin var erfið, margar langar brekkur og 8 mílur af leiðinni var á malarvegi.
Ég varð fljótt ein.... og nákvæmlega ekkert að sjá á leiðinni. Þau eru oft svona þessi litlu hlaup... í litlum bæjunum.

Svo varð kominn 25 stig hiti um kl 8.   Ég hætti að reyna að hlaupa fljótlega, og stóð oft á öndinni við að reyna að ganga hratt.  Ca helminginn af leiðinni fékk ég heitan vindinn í fangið.
Kom í mark á 6:00:59 á mína klukku....

Idaho var 25. fylkið og þar með er helmingurinn að þeim búinn... og vonandi er ég þá búin með öll fjallafylkin..... Bíðarinn verður að fara að velja borgarhlaup fyrir mig Kissing  

Strax eftir hlaupið keyrðum við til Salt Lake City (ca 4 tíma keyrsla)


Rexburg, Idaho

    SmileSmile

Við komum allt of snemma hingað í morgun... dingluðum okkur eitthvað í yndislegu veðri. Dunduðum okkur við að finna staðina, expo-ið, markið og hvar ég á að mæta í rútuna.
Síðan sóttum við gögnin. Þetta er lítið maraþon, lítið expo en allt voða vinalegt. Oftast höfum við farið út án þess að vera búin að panta hótel... og aldrei lent í vandræðum... en á þessu svæði er betra að vera búin að panta.
Við vorum mjög heppin, ég hafði pantað mótelið heima, daginn áður en við fórum... það er í sömu götu og gögnin og markið. Svo það verður stutt fyrir Lúlla að fara. Núna er mótelið fullt.

Við förum í kartöflumáltíð kl 6. Kartaflan er vörumerkið þeirra. Maraþonið byrjar fyrir utan bæinn, við stíflu... og heitir stíflu-maraþon....  http://www.dammarathon.com/ 

Ég á að vera mætt í rútuna kl 5 og hlaupið verður ræst 6:30 

Starting Elevation: 5357 ft. | Ending Elevation: 4900 ft.
Minimum Elevation: 4883 ft. | Maximum Elevation: 5413 ft.

Eins og sést erum við í nokkurri hæð frá sjó....

Við mættum í kartöflu-dinnerinn og þar var sagt að hlaupið væri haldið til minningar um þann skelfilega atburð, þegar stíflan brast 4.júní 1976. 
Í þeim hamförum munaði minnstu að bærinn þurrkaðist (kanski andstætt orð).... þurrkaðist út.
Þaðan er nafnið á hlaupinu komið og þess vegna byrjar hlaupið á stíflunni.


Governor´s Cup Marathon, Helena Montana, 7.júní 2008

... SmileSmileMaraþon í Montana 7.6.2008

Montana Governor's Cup Marathon Helena, MT USA , June 7, 2008  http://www.govcup.bcbsmt.com/

Ég svaf ekkert sérstaklega vel... var alltaf að bylta mér, en klukkan hringdi kl 5 og um 6 keyrðum við á startið.
Á leiðinni í hlaupið keyrðum við framhjá 3 dádýrum á beit í húsagarði.... inni í miðjum bænum. Við áttuðum okkur ekki á að stoppa og taka mynd... og þau voru farin þegar Lúlli keyrði framhjá í bakaleiðinni. 

Það var skítakuldi, en ekki lengi. Hlaupið var ræst kl. 6:30. Keppendur frekar fáir, sem fara heilt maraþon. Ég sem skráði mig í fyrradag var nr. 99. Leiðin var ekki spennandi, hlaupið langar beinar götur út úr bænum, stundum á malarvegi.

Maraþon í Montana 2008Það var búið að spá þrumuveðri í gær og skúrum í dag, en það rættist sem betur fer ekki. Við fengum sterkan mótvind eftir að við snérum við, þ.e. síðustu 11 mílurnar, síðan var nokkuð um brekkur á fyrstu og síðustu mílunum.

Á milli 14 og 15 mílu var snúið við og að hluta til farin sama leið til baka. Síðustu 10 mílurnar var ég samferða annarri konu og síðan bættist vinkona hennar í hópinn og gerðist þjálfari okkar. Hún var ekki í maraþoninu en hljóp með okkur síðustu 7-8 mílurnar.

Ég er nokkuð ánægð með minn tíma, 5:46:30 á mína klukku.  
(myndir birtar með góðfúslegu leyfi Bíðara nr.1)


Helena, Montana

Við komum snemma í bæinn. Mér hafði aldrei tekist að skrá mig í hlaupið hérna, vefurinn tók bara amerísk kreditkort. Ég var búin að biðja um hjálp við skráningu í gegnum kommentin... en fékk ekki svar, þess vegna var ekki um annað að ræða en að fara á staðinn. Vegna þessara skráningarörðugleika.... var ég ekki heldur búin að panta hótel.

En Guð er góður... ég var búin að tékka á netinu (í gær í Livingston) og það var allt orðið fullt hérna.... við vorum því meira en lítið blessuð að fá ódýrt og gott hótel, örskot frá startinu og ekki er verra... svona til tilbreytingar að markið er á svipuðum slóðum.  
Bíðarinn getur slappað af á hótelinu meðan ég skrepp hringinn á laugardaginn.... Cool

Þessa helgi er Music Festival.... í bænum eins og á svo mörgum öðrum litlum stöðum þar sem ég er að hlaupa.... í Burlington, Vermont var t.d. Jazz Festival.

Caring Foundation of Montana Governor's Cup Marathon & Relay, Half-Marathon, 10K, 5K
Helena, MT USA , June 7, 2008  http://www.govcup.bcbsmt.com/


Heilar og sælar

Mætti kl.18.00 til að hlaupa frá Lækjó, ekki sála að sjá. Hljóp Áslandið með Fluga. Frábært veður. Samkv. hlaupadagskrá Þóru H. er það Setbergið á morgun. Er að vinna til 18.00 ,þannig að ég kemst ekki fyrr en 18.30. kveðja Magga


Rock´N´Roll Marathon San Diego, 1.júní 2008

Rock 'n' Roll Marathon - San Diego, California, Sunday, jun 1 2008, kl 6:30
http://www.rnrmarathon.com/home.html 

SanDiego 1.jún.2008 Við vöknuðum kl. 4 í nótt, það mátti ekki seinna vera. Við erum stutt frá flugvellinum þar sem rúturnar eru og bílastæðin. Við vorum á síðasta snúningi kl 5.15, bílateppan var svo mikil, allir að koma á síðustu stundu. Annars væri hægt að skipuleggja þetta betur.... sleppa öllu þessu rútuveseni. Hlaupið hefði getað byrjað við annan enda flugvallarins og endað hinum megin og allir labbað til og frá bílum. Í staðinn voru rútur að keyra alla á byrjunarreit einhverjar mílur í burtu og svo endaði hlaupið 3 mílur frá flugvellinum... sem kostaði rútur á bílastæðin. 

SanDiego 1.jún.2008 021En ég var heppin og náði í startið á réttum tíma, en Lúlli sagði að 5 mín eftir starttíma var fólk enn í stíflum á götunum. Leiðinni hafði verið breytt síðan ég hljóp hérna síðast (2003)....  veit ekki hvort það var til batnaðar því síðast var endamarkið nær og rútur á bílastæðin voru óþarfar.
Ég held þeir valdi illa þessum fjölda sem er farinn að safna músik-maraþonunum, þjónustan á leiðinni hafði dalað, ekki allt til á drykkjastöðvum, færri hljómsveitir og vesen með rúturnar. Sjálfboðaliðarnir á drykkjastöðvunum á leiðinni voru samt sem áður frábærir.

Eins og í síðast hlaupi vildi ég ekki skokka of mikið... fljótlega kom sólin og steikti okkur, gott að ég var með sólarvörn 50 eins og síðast.

Maraþonið mældist kílómeter of langt og ég kom í mark á 6:03:01 á mína klukku.

 

Í sól og sumaryl

Californía.... we Love it InLove
Við erum í frábæru veðri hérna í San Diego, Cool  alltaf gott veður hér.
Ferðasagan er á bryndissvavars.blog .is en hlaupafréttir hér.

Ég náði í gögnin fyrir morgundaginn og tek það rólega núna. Smile

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband