Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Fljúgandi hálka

Ég hitti Völu við Sjúkraþjálfarann og við hlupum okkar kæra Hrafnistuhring. Það var frost en við gátum brosað það af okkur... enda logn. Ég var á amerísku snilldar broddunum mínum er Vala var á skautum... eða þannig lagað. Það ætti að BANNA þessa gorma - þeir virka eins og skautar. 

Á morgun flýg ég til Denver og síðan til Los Angeles og keyri þaðan til Santa Barbara og svo eftir 2 daga til Las Vegas. Ég er að hala inn FIMMTA Rock'N'Roll-inu á þessu ári...

Þetta er sería sem mig hefur lengi langað til að taka en af því að þetta er svo dýrt - fer ég ekki fleiri en 5 hlaup á árinu.

Hrafnistan í dag... 12,5 km eins og venjulega Cool 


Allt í góðum gír

Vá hvað maður er blessaður Heart í bak og fyrir. Við Vala hlupum Hrafnistuna eftir myrkur, komum við hjá öndunum því Vala var með brauð Tounge

Það var búið að spá brjáluðu veðri en við vorum bara í Mallorca-fílingi... svo heitt og kósý í öllum þessum fötum... ég held ég hafi aldrei hlaupið eins mikið klædd - í eins góðu veðri... Það besta var að við gleymdum okkur gjörsamlega - hefðum getað farið 2 hringi óvart hehe...

Hrafnistan 12,5 km með sælusvip Smile 


Allt í lagi :D

Til að sleppa allri óvissu um hlaup með Völu í þessari viku, þá ákvað ég að prófa mig í dag... Það var nístingskuldi og vindur. Málið var að hlaupa í björtu, hægt og rólega og ætla ekki of langt. 

Ég lagði af stað innan hverfisins en leið svo vel að ég endaði með að fara að afleggjaranum að Straumi og til baka. Ég lagði af stað á broddum en Reykjanesbrautin var auð svo ég tók þá undan. Ég er bara sátt við útkomuna og vona að allt sé komið í samt lag... og ég til í slaginn með Völu á miðvikudag.

9,2 km í næðings-frosti :D 


Æj... ekki núna...

Við Vala hittumst MJÖG hressar rétt fyrir kl 5 og skuttluðumst Hrafnistuhringinn okkar í góðum gír... þar til við vorum við endann á Fjarðargötunni Crying þá fékk ég sting í hægri mjöðm og verk niður allan fótinn... ég skaut strax á að ég hefði klemmda taug... þetta var sárt. Eftir smá stund ákvað ég að reyna að skokka hægt áfram og hafa slaka á fætinum og það hafði góð áhrif... en ég var hölt alla leiðina heim.

Æj... ekki núna sagði ég, ég var að enda við að segja Völu að ég væri nú skráð í 5 maraþon... Nú er bara að bíða, biðja og slaka aðeins á - svo ég nái mér.

Hrafnistan 12,5 km og heitar bænir um bata Smile


Geðveikt að gera...

Þetta er hlaupadagbókin mín... svo það er betra að muna eftir að skrásetja gjörðirnar... í gær hljóp ég Hrafnistuhringinn ein, Vala var upptekin við annað og komst ekki. Kannski hleypur hún með mér á morgun í staðinn...

Veðrið var gott en í fyrsta sinn í haust fann ég fyrir myrkrinu... ég hef verið að hlaupa um miðjan daginn og sloppið við það. Það var hlýrra en ég hélt og var því overdressed...

Hrafnistan með bros á vör 12,5 km 


Tveir fyrir einn...

Á miðvikudaginn hljóp ég Hrafnistuhringinn snemma og ein því við Vala gátum ekki hlaupið saman kl 6. Veðrið var ágætt og gott að fara hringinn snemma.

Hrafnistan 12,5 km

Í dag hljóp ég eftir Reykjanesbrautinni þar til kaldur vindur var farinn að hafa áhrif á mig... þá snéri ég við og var komin í skjól fyrir vindinum eftir smá stund, þetta er besta áttin í Hafnarfirði.
Þetta var bara hressandi :D

12,8 km í dag... 


Eins og hundur af sundi...

Ég hef ekkert skrifað síðan ég hljóp Haust-maraþonið... En ég hljóp 13 km með Völu mánudaginn 29 okt... frekar hratt hlaup en gott... síðan hætti ég mér út í brjáluðu veðri 1.nóv... ég vissi að það væri sama í hvaða átt ég myndi hlaupa - ég myndi fjúka aðra leiðina og berjast móti vindinum hina leiðina... en þann daginn tók ég fram nýja skó - tilbúin að fara aðeins styttra í tilkeyrslunni (9 km).

Í dag hljóp ég upp Krísuvíkurveginn, upp að "mottu" sem er ákveðinn staður hjá mér... Það var slagveðurs-rigning og nokkur vindur en hann var á hlið báðar leiðir. Ég hefði ekki getað verið blautari þó ég hefði dottið í sjóinn þegar ég kom heim...

En 14 km í dag - bara gott Wink 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband