Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Hlaupa-annáll 2009

verðlaunapeningar 2009Þetta ár var annasamt hjá mér... 20 maraþon hlaupin á árinu LoL 
Hér er mynd af verðlauna-peningum ársins.
5 maraþon voru hlaupin hér heima, Mývatn, Akureyri, Reykjavík, FM-haustmaran og maraþon 100 km félagsins. 

15 maraþon féllu í USA... þar af voru 13 þeirra í nýjum fylkjum og komst tala fallinna fylkja í 44 talsins. Ég hljóp 2 í Florida í jan. en hafði hlaupið þar áður, svo þar bættist ekkert við. Fylkin sem bættust við eru, MS, GA, VA, NJ, OK, CO, WV, AK, PA, MI, NH, ME og NC Cool

Farnar voru 7 ferðir á árinu til Usa og hlaupin 1-4 maraþon í ferð. Í svona ferðum er það ekki bara flugþreyta og tímamunur sem leggst á mann heldur einnig mikil keyrsla... fyrir utan aukinn kostnað eftir kreppuna... Sideways... W00t... Pinch 
Bíðari nr 1 beið samviskusamlega við markið í 4 ferðum en 3-svar fór ég ein.
Bíðari nr 2 hefur staðið sig ágætlega en hann á fullt í fangi með að fylgjast með og uppfæra maraþonskrána mína.

Hlaupnir kílómetrar á árinu teljast 2.065 sem er nú ekki mikið... enda engar æfingar á milli, þegar maraþonin eru vikulega eða jafnvel 2 maraþon á einni helgi... og enn eru bara 52 vikur í árinu.

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna þeim saman og albúm með fylkjunum sem eru fallin. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

 

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Síðasta hlaup þessa árs

Það var nístingskuldi... það bjargaði að það var logn og veðrið var fallegt. Ég hitti Soffíu heima hjá henni og við hlupum Norðurbæjarhringinn. Færðin var slæm á köflum þó sumsstaðar væri búið að skafa gangstéttir.

Ég fór hvorki í ÍR eða Hauka-hlaupið. Ég hef einu sinni tekið þátt í hlaupi í nokkurra stiga frosti og ,,frysti" í mér lungun við það... gat ekki andað djúpt í nokkrar vikur.
Það var 7°c frost þegar ég fór út og fór mína 12,2 km.


Ófærð og snjókoma

Jólasnjórinn féll dúnmjúkt niður... þykkt lag yfir öllu... en út var farið. Ég var svo þreytt fyrstu km... en snjórinn var vaðinn samviskusamlega Hrafnistuhringinn kæra, 12,5 km. Laugavegshlífarnar svínvirkuðu í snjónum svo ekkert fór ofaní skóna. Það voru margir úti að ganga, renna á þotu eða gefa öndunum, en enginn annar á hlaupum.

Það var nokkuð kalt, ég þurfti að minna mig á það allan hringinn að slappa af, láta axlirnar síga og vanda mig að fara ekki útaf göngustígum og vegarköntum, á nokkrum stöðum munaði um að það var búið að skafa, þó stanslaust bættist við snjóinn.


Jóla-hlaup

Venjulega hleyp ég á Jóladagsmorgninum með Völu... en í gær treysti ég ekki öklanum/ristinni eftir byltuna í aðfangadagshlaupinu... öklinn/ristin stífnaði aðeins á aðfangadagskvöld en var svo í lagi.

Ég hljóp því út úr dyrunum í morgun, veðrið var frábært þó það væri aðeins kalt. Ég var svo heppin að rekast á aðra hlaupakonu við gamla íshúsið. Ég hljóp hringinn hennar með henni. Þetta er ágætis hringur með 2 góðum brekkum, Hringbrautinni og Holtinu... 6 km hringur.
Ég hélt síðan áfram, hljóp inn í Áslandshringinn og féll þar 2 langar brekkur í Setberginu og svo upp að hringtorginu... lét mér það nægja og hljóp þaðan heim. Sem betur fer var fóturinn til friðs svo ég byltan hefur engin eftirköst.
Hringurinn endaði í 13,5 km...


Aðfangadagshlaup - Gleðileg jól

Dagurinn var tekinn snemma, ég ætlaði að hlaupa með Þóru Hrönn og hún ætlaði að hitta Haukahópinn við Vesturbæjarlaugina kl 10... það þýddi að ég fór út úr dyrunum kl 9:10

JólatréðTók aukahring því ég var aðeins of snemma í því... Við hlaupum út í laug, hittum hópinn og svo hlupum við eiginlega einar út á Garðaholt... þar sem ég flaug beint á hausinn. Sem betur fer datt ekkert vit úr mér, vinstri ökli var aumur og hægri hendi er enn aum... en ég hleyp ekki á henni.
Fall er faraheill... segir sá sem sennilega dettur aldrei... öklinn varð góður - Guði sé lof.

Við Þóra Hrönn lengdum síðan hringinn með því að hlaupa niður í Engidal og á Hjallabraut fórum við inn í öfugan Norðurbæjarhring og enduðum heima hjá Þóru Hrönn.

Þaðan eru um 3 km heim og ég lengdi aðeins til að ná 15 km.

Gleðileg jól


Með Soffíu og Kuldabola

Vá hvað hann beit maður, ég er ca 20 mín að hlaupa heim til Soffíu og var orðin helköld áður en ég kom þangað. Við hlupum síðan Norðurbæjarhringinn saman og fyrri helminginn á móti vindinum... Je minn, kuldinn.

Þetta var síðasti hringurinn með Soffíu fyrir jól, mældist 12,2 km eins og áður hjá mér.


Ein á ferð

Dásamlegt að vera úti um miðjan dag að hlaupa. Veðrið var frábært, sennilega 5-7°c og lítill vindur. Ekkert nema snilld...

Hrafnistuhringurinn virkaði vel og mælist alltaf það sama 12,5 km


Ein í myrkrinu

Eftir að hafa verið ofaní bókunum í allan dag, hljóp ég út... alein, Vala komst ekki og ekki heldur Þóra Hrönn.  Vá, hvað myrkrið getur verið svart meðfram sjónum og höfninni, ég sá ekki neitt...

Hrafnistuhringurinn er eins og áður 12,5 km Smile 


Frábært hlaupaveður

Við Soffía hittumst heima hjá henni og hlupum Norðurbæjarhringinn okkar í frábæru veðri. Við redduðum þjóðmálunum á leiðinni, rákum ráðherra, breyttum kosningalögum og fleiri þjóðþrifaverk... Hringurinn mældist 12,2 km fyrir mig.

Áslandsbrekkur með Soffíu

Við hittumst kl 10 við gamla Lækjarskóla. Það var rigning og dimmt yfir en það er allt betra en hálka. Við tókum brekkuhringinn og kjöftuðum alla leiðina, nóg að tala um.

Við ákváðum að hittast aftur á mánudag og hlaupa Norðurbæjarhringinn.
Áslandsbrekkurnar voru 13 km fyrir mig.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband