Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

Reykjavíkurmaraþon 22.8.2015

Reykjavik Marathon & Half Marathon, 10K, 3K, Relay
Reykjavík City, Iceland
August 22, 2015
http://www.marathon.is/reykjavik-marathon 

Gögn í RM 21.8.2015Við sóttum númerið í gær og skoðuðum okkur aðeins um hjá sölubásunum. Gestur maraþonsins var marathon konan Kathrine Switzer og var hún í einum básnum.

Ég fór ekkert sérlega snemma að sofa en svaf alveg ágætlega... klukkan var stillt á 5:30 og við vorum búin að ákveða að fara af stað kl 7:30.

RM 22.8.2015Ferlið er allt mjög afslappað þegar maður er á heimaslóðum og veit nákvæmlega hvað allt tekur langan tíma. Þetta er 19. árið í röð sem ég hleyp heilt maraþon í Reykjavík. Þetta árið hleyp ég til styrktar Einhverfusamtökunum.

Við tókum útlending uppí á leiðinni inneftir og hann fékk líka far til baka. Á tröppunum við startið sá ég nokkur kunnugleg andlit bæði íslensk og erlend en ekki náðist að taka hópmynd af Marathon Manics sem komu til landsins til að hlaupa.

20150822_083212Maraþonið var ræst kl 8:40 í hinu ágætasta hlaupaveðri, skýjað, hlýtt og lítill vindur.
Ég fór alltof hratt af stað og var marga kílómetra að jafna mig á því... og ég var ekki einu sinni komin 8 km þegar skórnir fóru að kvelja mig. Það er svona að eiga mikið af hlaupaskóm. Ég held ég hafi stoppað amk 10x til að reyna að reima rétt svo ég fyndi minna til... en skórnir voru að gera útaf við mig alla leiðina... en sem betur fer fann ég ekkert fyrir vinstri fætinum. Þau meiðsli eru þá á góðum batavegi.

RM 22.8.2015Þegar ég beygði út úr hálf-maraþon brautinni var ég orðin síðust, en ég náði að fara framúr nokkrum á leiðinni eftir það. Lúlli hjólaði með mér síðustu 12-13 km af leiðinni... og hann passaði að hjálpa mér ekkert eða kljúfa vindinn fyrir mig wink... Það var mikill munur, það hefði verið einmannalegt án hans.

Eftir því sem leið á hlaupið varð úðinn að rigningu og áður en ég kláraði var hún komin hellidemba. 

RM 22.8.2015Þetta maraþon er nr 191...
Garmin mældi leiðina 42,77 km og tímann 6:27:50 og er ég bara þakklát fyrir að hafa klárað og fengið tíma því tímamörkin eru 6 klst í Reykjavík.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband