Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Stutt í dag

Veðrið var hundleiðinlegt, rok og rigning. Við Soffía hlupum Norðurbæjarhringinn saman. Af því að ég er að fara í hlaup um næstu helgi, þá keyrði ég til hennar í stað þess að hlaupa að heiman.
Hringurinn mældist 5,2 km eins og venjulega.


Hjartadagshlaup

Veðrið var bara hjartastyrkjandi... rok en maður slapp að mestu við rigningu. Ég valdi að hlaupa 10 km. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í þessu hlaupi og er það bara ágætt. 


Ein í Hrafnistuhring

Veðrið var ekki svo slæmt þegar ég fór út, amk var þurrt... ég var ein á ferð, Soffía að vinna, Vala í fríi... Ég var ekki hálfnuð þegar rokið og síðan rigningin tóku völdin... og kom ég hundblaut heim og þá hætti að rigna Woundering   
Hrafnistuhringurinn var þraukaður þó ég finni enn aðeins fyrir steininum í maganum... 12,5 km

Áslandsbrekkurnar

Ég gat ekki hlaupið með Völu á þriðjudag... var hreinlega með stein í maganum. Nú er ég orðin nokkuð góð og hitti Soffíu kl 11 til að fara Áslandsbrekkurnar. Veðrið var ömurlegt í morgun en það var ágætt á meðan við hlupum. Ég er að spá í að fara Hrafnistuhringinn eftir skólann á morgun.
Hringurinn mældist 13,2 km  Smile


Norðurbærinn með Soffíu

Það heldur manni við efnið að hlaupa ákveðinn hring, ákveðinn dag með ákveðnum hlaupafélaga. Ég hljóp með Soffíu hring um Norðurbæinn fyrir hádegið, hún var á seinni vakt í dag og ég á að mæta kl 3 í skólann á mánudögum.
Veðrið var gott á meðan við hlupum, en svo breyttist það, var ekki eins vinsamlegt þegar ég hljóp ein heim... þá kom rok og rigning.
Þetta voru 12,3 km í dag.

Á morgun hitti ég Völu kl 5... Hrafnistan... klikkar aldrei Wink


Áslandsbrekkur með Soffíu

Það féll niður tími í HÍ svo ég gat hitt Soffíu kl 11 við Lækjarskóla. Veðrið var ágætt. Við fórum brekkuhringinn okkar... samtals 12,9 km hjá mér.

Það er frábært að vera búin með ,,skammtinn" fyrir helgina... og geta nú legið í bókunum á náttfötunum Wink


Ein á ferð

Ég dreif mig út í hádeginu, var búin að berjast við ritgerð í Jesaja í morgun... það var tilvalið að hlaupa aðeins þó það væri leiðinda-rigningar-suddi og mótvindur.

Hrafnistuhringurinn 12,5 km steinlá... og ég bara ánægð með mig Smile


Hrafnistan með Völu

Ég hljóp til Völu og við áttum frábæran tíma saman... Við hlupum Hrafnistuhringinn... með tilheyrandi roki á móti... en við komust alla leið og ég skilaði Völu heim til sín... þá lengdist hringurinn örlítið hjá mér... var 12,8 km

Norðurbærinn með Soffíu

Það féll niður kennsla svo við komumst fyrr út að hlaupa. Soffía var að vinna til 3... ég hljóp að heiman heim til hennar og svo hlupum við Norðurbæjarhringinn saman... fengum smá rok og rigningu Tounge... en við erum bæði vatns-og vindheldar. 

Ég hljóp 12,3 km í dag og við ætlum að hlaupa Áslandshringinn á fimmtudag... fastur liður Wink


Áslandsbrekkur og fleira

Við Soffía hittumst við Lækjarskóla, hún var með harðsperrur síðan í gær en lét það ekki aftra sér að fara Áslandshringinn með mér, en hann er sannkallaður brekkuhringur.
Við tókum smá útúrdúr í bakaleiðinni upp að gamla Dverg til að kíkja á gluggana og skoða listaverkin þar inni... og héldum síðan áfram göngustíginn meðfram sjónum. Soffía fékk símtal á leiðinni, bíllinn hennar var tilbúinn svo við lengdum hringinn, hlupum upp á Dalshraun, hún sótti bílinn en ég hljóp heim.

Ég fékk 16,5 km út úr þessu og við ætlum að hlaupa aftur saman á mánudag... taka Norðurbæinn :)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband