Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022

Hreyfing í maí 2022

Nú er ég búin að fara til USA í mars, apríl og maí... án þess að vera virkilega farin að æfa. Auðvitað tekur þetta á, ekki yngist maður og nú er að verða ár síðan ég ökklabrotnaði og mér hefur ekki fundist ég alltaf vera nógu góð til að byrja að skokka... kannski bara treg að byrja en nú gerðist það... ég er búin að prófa að skokka kringum Hvaleyrarvatn... og allt lítur vel út...

 1.maí... Helgafell 6 km ganga, 18 km hjól
 3.maí... 16,6 km hjól m/Völu
 5.maí... 16,7 km hjól m/Völu
 6.maí... Helgafell 6 km ganga, 1000m skriðsund
 7.maí... Helgafell 5 km ganga, hjól 19 km
 9.maí... Hjól 10 km, ganga kringum Hvaleyrarvatn 2,2 km m/Völu
13.maí... Prairie Series Marathon, Miami Oklahoma, 45,37 km 
14.maí... Prairie Series Marathon, St Joseph Illionis, 44,72 km
18.maí... Hjól 10 km, ganga kringum Hvaleyrarvatn 2,2 km m/Völu
19.maí... Hjólað á Hrafnistu með þvott, 11 km
21.maí... Helgafell 6 km ganga, 1000m skriðsund
23.maí... Hjól 10 km, ganga kringum Hvaleyrarvatn 2,2 km m/Völu
25.maí... Hjól 10 km, skokk kringum Hvaleyrarvatn ca 2km, ein
27.maí... Hjól 10 km, skokk kringum Hvaleyrarvatn 2,2km, ein
29.maí... Hjól 20,5 km, Helgafell 5 km, Hvaleyrarvatn skokk 2,2 km m/Völu
30.maí... Hjól 17 km m/Völu


Prairie Series St Josephs, 14.maí 2022

20220514_170239, St Joseph MOÉg svaf illa, kannski aðeins áhyggjur eftir áreksturinn í gær... en það var keyrt aftan á mig á leiðinni hingað. Klukkan var stillt á 3:30 og ég tékkaði mig út af hótelinu og lagði af stað á startið um 5 am.

Hlaupið var ræst kl 6am, 16 ferðir meðfram Missouri River. Þetta var ekki minn dagur, illa sofin, mikill raki og hiti upp í 93°F. Mig langaði að hætta í hverri ferð, en ég þráaðist við og kláraði á hræðilegum tíma... ég er greinilega ekki í neinni æfingu fyrir maraþon 2 daga í röð... í mars hafði ég ekki farið eitt einasta maraþon í 2 og hálft ár vegna covid og eftir ökklabrotið...

Þetta er maraþon nr 258
Vegalengdin mældist 44.72 km


Prairie Series Miami Oklahoma 13.maí 2022

20220513_144918 Miami OKÉg flaug til Kansas City og þurfti því bara að keyra 200 mílur suður til Miami OK.. 320 km. Ég gisti nokkuð nálægt startinu sem var kl 6 am. Þarna voru margir gamlir vinir. Spáin var frekar slæm, búist við 35°c hita og nær enginn skuggi á leiðinni. En við vorum heppin... fyrir viku var brautin á kafi í vatni, því áin flæðir yfir bakkana... það var heitt en skyjað... drulla á stígunum en ekkert mál fyr en við fengum rigningarskúr. Við fórum 14 ferðir á nær sléttu.

Þetta maraþon er nr 257
Vegalengdin mældist 45.37 km


Hreyfing í apríl 2022

Ballið er byrjað, ef ég ætla að ná markmiðum mínum, þá má ég ekki vera að því (vegna aldurs) að bíða eftir að komast í form, heldur verð ég að reyna að saxa á þessi fylki sem eru eftir í 3ja hring. Ég hef því valið mér nokkur tímalaus maraþon... Ég búin að fara 2 ferðir ein til USA... í eitt í mars og tvö núna í apríl...

 1.apr... 1000m skriðsund
 4.apr... 11.2 km hjól
 8.apr... 2,1 km hjól og 1000m skrið
 9.apr... 5,2 km hjól
11.apr... 17,5 km hjól,
13.apr... 14,5 km hjól og skokkaði hálfan hring kringum Hvaleyrarvatn
15.apr... 3 km Píslarganga, frá Bessastaðakirkju í Garðakirkju
18.apr... 12,2 km hjól... annar í páskum
20.apr....... Flug út
22.apr... 46,08 km Riverboat Series MARATHON, COLUMBUS Kentucky 
24.apr... 44.25 km Riverboat Series MARATHON, VIENNA Illinois
27.apr........ Flug heim
28.apr... 17,4 km Hjól m/Völu
29.apr... 1000m skrið

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband