Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hljóp ein í dag


Ég hljóp að heiman enn einu sinni, í þessari líka blíðu.  Yndislegt. Passaði mig að vera á réttum tíma við Lækjarskóla.  En engin önnur mætti.

Ég hljóp því upp Hverfisgötuna, kíkti á Soffíu, síðan upp Reykjavíkurveginn, Flatahraunið og inn í Setberg, síðan fór ég inn í Áslandshringinn eins og á þriðjudaginn var.
Lengdarmunur á að fara Hverfisgötu eða Arnarhraun var ekki nema 200 metrar. 
Það var ekki nærri eins heitt og síðast, munar um að það var skýjað...

þetta verður tvímælalaust fastur hringur hjá mér.... Cool


Byltu-fall

Mánudagur 28.júlí

Nafnið á hópnum var til vegna þess að það var undantekning ef nýjir meðlimir duttu ekki í fyrstu vikunni. Ég hélt að stofnandi hópsins væri undanþeginn..... en í gær kom að mér.

Það eru svo margar á ferðalögum að ég hringdi í Soffíu. Þóra Hrönn og Ingileif í burtu, Þórdís hefur lítið hlaupið með okkur, Magga hleypur alltaf á undan, Jóhanna hefur ekki sést lengi..... og Anna Rós og Sigga hættar vegna slitgigtar.
Soffía var að koma að norðan og var til í að hlaupa og til að lengja fyrir mig.... þá hljóp ég að heiman.

Þegar Soffía var tilbúin og við á leiðinni niður tröppurnar hjá henni.... þá húrraði ég niður, hægra hné varð að gatasigti og ég skall með hausinn í jörðina.... fékk gat á hausinn fyrir ofan hægra eyrað... Soffíu leist ekkert á þetta og vildi keyra mig strax heim. Fyrst örlaði fyrir höfuðverk.... en við hlupum af stað og þetta var allt í lagi, maður hleypur ekki á hausnum og hnéð virkaði. Við hlupum 5 km hring um Norðurbæinn og ég hljóp heim aftur.... fyrir mig voru þetta 12,1 km.

Í dag þriðjudag, var slíkt Mallorca-veður, að það var ekki fært annað en að taka einn þriðjudagshring. Auðvitað hljóp ég að heiman og passaði mig á að vera kl. 17:30 við Lækjarskóla ef einhver léti sjá sig.... en engin kom.
Ég bjó því til nýjan hring, hljóp öfugt Setberg.... þ.e. upp Arnarhraun og þegar ég kom inn í Setbergið fór ég inn í Áslandshringinn. Ekki fór ég upp á toppinn, heldur fór yfir á Ásatorgi, niður göngustíginn og fór í kringum Ástjörnina alla leið inn í Vallarhverfið og heim..... þetta voru sléttir 10 km. í brjálaðri blíðu...   Cool 


Brekkur í þægilegheitum


Við Þóra Hrönn hlupum Áslandshringinn, á jöfnum og góðum hraða. Þóra Hrönn er að fara út úr bænum um hádegið og þar sem það hentaði mér ágætlega að hlaupa fyrir hádegi.... þá fór ég með henni.

Eins og síðast..... hljóp ég að heiman.... og lengdi aðeins hlaupið hjá mér, í km. talið. Þetta varð hið þægilegasta hlaup, veðrið gott, hlýtt, aðeins vindur og við sluppum við rigningu... Hvað er hægt að biðja um meira Smile

Framhaldið..... ,,Gengið" ætlar að ganga á Esjuna á morgun og síðan er langt hlaup á laugardag kl. 10     


Hlaupið að heiman...


Ekki fór ég áætlaðan hring í gær.... Blush
Bertha eða leifarnar af henni, var hvæsandi úti og gerði þetta allt svo ókræsilegt... ég fór frekar í bíó og sá Mamma Mía með dætrunum.... miklu betra en að hlaupa úti með Berthu.  Ég veit ekki hvað framleiðandi myndarinnar var að hugsa að velja Meryl Streep í aðalhlutverkið.... hún dró hlutverkið niður.... en hvað um það, myndin sjálf var mjög góð.

Í dag vann ég í ritgerðinni minni og hljóp síðan að heiman. Ég hitti Möggu og Þóru Hrönn við lækinn þar sem þær voru að leggja upp í öfugan Norðurbæjarhring. Frábært. Bertha hélt sér til hlés á meðan, var stillt og það rigndi ekki heldur. Ég endaði í 11, 2 km. sem er ágætt fyrir mig.

Næst er það á fimmtudag kl 17:30  Joyful


Gengið


Helgin var hreint út sagt frábær, þó ekki hafi ég hlaupið, heldur gengið.
Dæturnar eru með alvarlega sýkingu af göngubakteríu sem engin lyf vinna á.  Um helgina var Selvogsgatan farin í 2 áföngum, fyrri hluti á föstudag og seinni hluti á laugardag.
Clara fór með okkur mæðgunum fyrri hlutann sem er 14,5 km. en á seinni hlutanum ca 16.km datt hún út en Berghildur systir, Ísak og Adam (algjörar hetjur) komu með.

Helgin hefur því ekki verið leti og sólbað, þó ég hafi ekki hlaupið. En nú hefst prógrammið aftur, tekið til þar sem frá var horfið við að hlaupa og hjóla. Smile


Hjólað, skokkað og gengið


Það er ýmist of eða van. Í gær var ég mest allan eftirmiðdaginn á hjólinu, hjólaði sennilega um 20 km.... meðal annars um bæinn, kringum Hvaleyrarvatn.... með Venus í körfunni. Hann var svo eftir sig á eftir að hann lá í bælinu um kvöldið.  Ég hafði ætlað að kíkja á ratleikinn... en er hætt við að pæla í honum.

Um kvöldið mætti ég við Hafnarborg, þar sem hjólaklúbburinn hittist kl 19:30 á miðvikudagskvöldum... en það mætti engin, ekki einu sinni Soffía sem hafði ætlað að hitta mig. Það voru útitónleikar við bókasafnið undir kjörorðinu -lífgum upp á miðbæinn-

Í dag hitti ég hlaupahópinn, við hlupum 5 saman Áslandið og kringum Ástjörnina og á morgun á að ganga fyrri hlutann af Selvogsgötunni.... Dæturnar hafa heldur betur fengið göngu-bakteríuna.


Þá er að mæta...

Það hefur allt verið til að stoppa mig frá því að skokka.

Seinnipartinn í gær uppgötvaði ég.... á kassanum í Bónus... að ég var búin að týna Vísa-kortinu. Þá var ég að versla inn vegna þess að ég fékk óvænt matargesti. Auðvitað fór allt í rugling.... og ekkert hlaupið áður en gestirnir komu....

En núna er ekkert sem heitir, frábært veður, engar afsakanir, þó ég sé búin að bræða heilann og kortið finnist ekki.... þá er ekkert annað í stöðunni en að fara einn þriðjudags-hring.

Mæti kl 17:30 við Lækjarskóla, nema einhverjar ætli fyrr.


Á morgun segir sá lati...


Við fengum frábært veður á Fimmvörðuhálsinum.... ekki hægt að biðja um meira og betra... ferðasagan á bryndissvavars.blog.is

Ég var ekki í neinu sérstöku formi, er ekki aum, en svona veit af því að ég hef hreyft mig !
Þar sem veðrið var ekkert sérstakt í morgun, rosalega gott að kúra uppí og afmæli strax eftir hádegið... þá var ég ekkert að æsa mig og fara út að hlaupa fh... læt það bíða til morguns.

Á morgun segir sá lati....... Tounge


Change of plan


Það verður smá breyting á áætlun hjá mér á morgun.

Ég hafði ætlað að fara brekkuhring með Byltunum, en ætla þess í stað að ganga Fimmvörðuháls með dætrunum. Mig hefur lengi langað til að ganga þessa leið og er gangan ætluð sem forsmekkur fyrir Laugaveginn.

Ég hljóp hvorki í gær eða fyrradag, svo ég ákvað að hlaupa með Vallarhópnum í dag og mætti við Haukahúsið kl 17:30. Við vorum 15..... fórum ágætan hring... með þrekhlaupi 4x upp Flensborgartröppurnar. Ég ætlaði nú ekki að taka tröppuhlaupið, enda stutt síðan ég byrjaði að hlaupa aftur og þori ekki að ofgera hásininni.... ég veit að öll spyrna er ekki góð...  en ég gat ekki stillt mig og fór skynsamlega upp og niður á eftir þeim.

Ég hleyp þá næst á laugardag kl 10 Smile


Hlaupafrí


Sælar Byltur

Ég hljóp ekki í dag, og mun ekki hlaupa á morgun heldur. Tengdamamma var kistulögð í dag og útförin verður á morgun.

En lífið heldur áfram hjá okkur hinum.... og ég geri fastlega ráð fyrir að mæta á fimmtudag kl 17:30 í brekkurnar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband