Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Þegjandi hás...

Ég hef ekki hlaupið í viku... síðasta miðvikudag hljóp ég ekki því mér fannst ég svo skrítin í hálsinum... og í æskulýðsstarfinu í Vogum á fimmtudagskvöldið spiluðum við Varúlf - ég var sögumaður. Á leiðinni heim uppgötvaði ég að röddin var farin...

Röddin er ekki komin enn... en ég fór samt út í dag, tók smá hring um hverfið. Það var alltof kalt til að hlaupa svona, svo hringurinn endaði í 5,4 km

Það verður bara betra næst :) 


Bara þrumu gott veður

Ég var ein í dag, hafði afboðað Völu vegna tannlæknatíma en svo þurfti tannsi að flýta tímanum og þá gat Vala ekki mætt.

Veðrið var ágætt, aðeins kalt og smá vindur... en hálkan var varasöm. Í byrjun var bjart svo ég finn að daginn er farið að lengja... og verður munur þegar það verður hægt að fara hringinn í björtu því sum staðar er erfitt að sjá veginn í myrkrinu eins og til dæmis við hafnargarðinn.

Hrafnistuhringur 12,5 km 


Broddar í Bónus

Ætlaði að koma mér út fyrir dyrnar SNEMMA í dag, en það varð einhvernveginn allt annað í forgangi... hjólaði meira að segja út í Bónus og verslaði inn fyrir helgina... Var svo heppin að rekast á brodda hjá þeim og líst svona hrikalega vel á þá... og ekki sakar verðið tæpar 800 kr... mörgu sinnum ódýrara en fyrsta koma á slysadeild.
Ég var sennilega fyrsta manneskjan sem ákvað að hlaupa á broddum og var hlegið að mér í denn, því broddar voru bara fyrir gamlingja ;) ... en svo hljóp ég fram úr öllum.

ég drattaðist síðan út seinni partinn og hljóp þá hringinn um Ástjörn og Vallarhverfið... veðrið var gott og konan bara í ágætu stuði og hringurinn hefði mátt vera lengri :)

7,3 km í dag og mikið að gera :)


Rok og rigning :/

Ég fór ekki út fyrr en frostið var farið og ís-skánin bráðnuð á gangstéttunum. Ég var ein og veðrið ekki að leika við mig. Fyrst fór að rigna en síðan að hvessa. Ég hljóp út á Krísuvíkurveg og fyrst niður að Reykjanesbraut en síðan í áttina til Krísuvíkur. Fyrst skildi ég ekkert í hvað kílómetrarnir voru lengi að halast inn en svo áttaði ég mig á að úrið var enn stillt á mílur... smáatriðin alltaf að stríða manni.

Niðurrignd og vindbarin fór ég 11,5 km :D 


Snjór og kuldi :Z

Ú... það var kalt en sem betur fer var ekki vindur. Við Vala hittumst við Sjúkraþjálfarann og skokkuðum okkar Hrafnistuhring. Það eru smá viðbrigði eftir að hafa verið úti í 3 vikur í sæmilegum hita að fara út í kuldann hérna. Ég var á broddum - ekki veitti af... við fundum báðar fyrir hálkunni.

Hrafnistan jafn löng og á liðnu ári, 12,5 km. 


Mississippi Blues Marathon, Jackson MS, 5.1.2013

Mississippi Blues Marathon & Half-Marathon, Relay Jackson, MS USA, 5.jan 2013

Mississippi Blues Marathon 5.1.2013http://www.msbluesmarathon.com/


Klukkan var stillt á 4:30 en Lúlli var vaknaður áður og kominn á stjá. Lobbýið opnaði ekki fyrr en kl 5:30 svo ég drakk vatn með brauðinu. Veðurspáin var ágæt, spáði frekar "köldu" svo ég var heppin að hafa keypt mér langerma Danskin bol á 6 USD í Walmart. Ég var í honum undir Stolt-bolnum mínum.

Mississippi Blues Marathon 5.1.2013 043,1

Við vorum mætt mátulega snemma fyrir myndatökuna hjá Marathon Maniacs á tröppunum á Old Capitol. Ég hitti marga Maniaca sem ég er FB-vinur en hef ekki hitt persónulega fyrr. 

Mississippi Blues Marathon 5.1.2013 041,1

Klósettröðin var svo löng að ég komst að eina mínútu fyrir þjóðsönginn.
Lúlli sá Steve Boone í miðri þvögunni og við óvirtum þjóðsönginn með því að troða okkur til hans.

Maraþonið var ræst kl 7. Það eina sem ég mundi frá maraþoninu 2009 var hvað göturnar voru slæmar - þær voru ekki skárri núna og ég veit um tvo sem fóru illa á hausinn.

Ég er bara ánægð með mig, var ekki í þjálfun fyrir EITT maraþon og var að fara FJÓRÐA í þessari ferð... og ÞRÍR dagar á milli núna.

Maraþonbrautin var frekar hæðótt - ups and downs... ég gekk oft upp en reyndi að halda dampi niður og á sléttu.

Lúlli hitti mig þegar ég var búin að hlaupa 21,5 mílur og beið svo í markinu eftir mér.
Mississippi Blues Marathon 5.1.2013 050,1Verðlaunapeningurinn var flottur gítar með gítarnögl hangandi í keðju. 

Ummm hvað það var gott að fá loksins að borða því það var ekki boðið upp á matarbita á leiðinni. 

Þetta maraþon er nr 153 í röðinni.
Garmin mældi það 26,34 mílur og
tímann 5:52:55 


Gögnin í Mississippi Blues Marathon

Gögnin í Jackson MS 4.jan 2013 030,1

Ég tékkaði á maraþon skránni hjá mér, hljóp hér síðast 2009... með því fáa sem ég man úr því hlaupi var hvað göturnar eru slæmar hérna.

Við sóttum gögnin í The Convention Center eh og vorum snögg að því... expoið var mjög lítið.
Ég verð nr 885.

Síðan dúlluðum við okkur bara, skruppum í útivistarbúð fyrir Emil og eitthvað fleira, áður en við fengum okkur að borða.

Gögnin í Jackson MS 4.jan 2013 031,1

Maraþonið verður ræst kl 7 í fyrramálið, Maniac-myndataka kl 6:30 og svo framvegis... Þetta er náttúrulega allt saman EIN STÓR BILUN - er þaggi???

Kom við í Hobby Lobby til að kaupa mér strau-stafi á nýja 50 fylkja bolinn minn :) 

Nú er bara að gera sig klára fyrir morgundaginn...
og stilla klukkuna á einhvern ókristilegan tíma :/ 


Texas Marathon 1.1.2013

Metal Sawing Technology Texas Marathon
Kingwood, TX USA 1.jan. 2013
http://www.50statesmarathonclub.com/texas.html

Rottan var dýr hlaupsins, Texas Maraþon 1.1.2013

Klukkan hringdi kl 5 en við vorum vöknuð áður. Fengum okkur morgunmat, ég teypaði tærnar, við pössuðum að fara örugglega með allt með okkur, númerið, úrið, derið, myndavélina og fl. og drifum okkur af stað um hálf 7. Maraþonið er á göngustígum í íbúðarhverfi og bílastæðin eru á götunum í kring. Við vildum vera viss um að fá stæði eins nálægt og hægt var.

MM myndataka, Texas Maraþon 1.1.2013

Steve og Paula vita nákvæmlega hvernig á að gera hlaupara ánægða. Allt í kringum maraþonið var fagmennska fram í fingurgóma og allt ómælt. Auðvitað var hópmyndataka hjá Marathon Manics fyrir hlaupið og fyrir tilviljun stóð ég við hliðina á David Holmen sem ég hitti í Reykjavik 2011.

Texas Maraþon 1.1.2013

Maraþonið var ræst kl 8 en hálfa 15 mín seinna. Hlaupnir voru fjórir hringir, það er að segja að fyrstu tvær og tvær síðustu mílurnar í hringnum voru sama leið en farið kringum vatn áður en maður snéri til baka. Lúlli var aðstoðarmaður í markinu á meðan ég hljóp... Allir voru svo ánægðir að hann þurfti bara að segja: "YES"

Fyrstu þrjár ferðirnar liðu fljótt en í fjórðu ferðinni fannst mér hringurinn í kringum vatnið aldrei ætla að taka enda - þá voru orðnir færri í brautinni og ég farin að ganga á milli. Brautin var annars ágæt, það rigndi aðeins á leiðinni og hafði rignt um nóttina þannig að maður tiplaði framhjá nokkrum pollum og svo gátu laufblöðin verið hál.

Í markinu, Texas Maraþon 1.1.2013

Þegar ég kom í mark fékk ég þann stærsta verðlaunapening sem ég hef á ævinni séð. Hann hefur útlínur USA og útlínur Texas í miðjunni og vegur 1,5 kg. Paula og Steve eru aldrei með flokkaverðlaun - allir eru jafnir og fá allir "dýr" hlaupsins sem var rotta í ár með númeri, ég var nr 185 í mark í heilu.

Texas Marathon er nr 152 í röðinni hjá mér. Fimmta maraþonið sem ég hleyp í Texas... og maraþonið var hlaupið til heiðurs lang-ömmu-krúttinu mínu, Emilíu Líf sem er eins árs í dag.

Garmin mældi leiðina hárrétta eða 26,2 mílur 
og tímann 5:54:46


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband