Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2023

Richmond Marathon, Virginia, 11.11 2023

Vá, ég trúi þessu varla sjálf.. en í dag hljóp ég síðasta fylkið í 3ja hringnum mínum um öll 50 fylki USA.. 3 hringir þýða 150 maraþon.. Eftir yfir hundrað flugferðir, hundruði hótela og mörg þús mílna akstur.. þá er þriðja hringnum lokið.. ótrúlegt en satt.

Hótelið var í 10-15 mílna fjarlægt frá startinu..
Klukkan stillt á 2:45. Kl 4:30 lagði ég af stað, 20 mín keyrsla á start, í miðborginni. Ég var að vonast til að það væri ekki búið að loka götunni við bílastæðahúsið en það var búið að loka mörgum götum, einstefnur og ég fann ekki strax annað bílastæðahús.. 

20231111 Richmond VAFann loksins bílastæðahús við hliðina á Mariott.. beið um hálftíma í bílnum en lagði síðan af stað og kom snemma á startið.. hiti var um frostmark.. Við startlínuna var ég óvænt tekin í sjónvarps viðtal á CBS12.. 

Hlaupið var ræst kl 7 og mér gekk ágætlega, fann samt fyrir grindarlosinu vegna veghallans. Ég var ekki hálfnuð þegar ég fór að finna að það jaðraði við krampa í hægri kálfa en það rjátlaðist af þegar ég vandaði mig við að slaka á vöðvanum. Þjónustan var góð á leiðinni, drykkjarstöðvar á milu millibili og veðrið var þægilegt. 

Það var ólýsanlegt að koma í mark og hafa klárað 3ja hring um USA. Ég var síðan heppin að hafa valið bílastæðahús við hliðina á Mariott, því Mariott var með strætó þangað. 

Richmond Virginia Marathon..✔️
3x USA.. ✔️


Center of the Nation, Baker MT 7.okt 2023

MARAÞON Í BAKER MONTANA Í DAG..

Það var stutt á startið og nóg að vakna kl 4am.. Lúlli ákvað að vera sannur ,,Bíðari nr 1" og bíða á staðnum.. Startið var kl 6am í 1-2ja stiga FROSTI.. Sem betur fer var ég með buxur til fara í utan yfir hlaupabuxurnar og regnkápu utanyfir jakkann og heppin að hafa vettlinga..

20231007 Baker MTEins og venjulega var myrkur fyrsta klukkutímann.. en þegar sólin kom upp fór að hlýna og fólk fór að fækka fötum.. Leiðin var ágæt og veðrið fallegt.
Nýlega nefndi ég í prédikun í ,,Heima með presti" að það væri til hlaupahópur í USA, TEAM 4:13.. eða Fil 4:13 og í hlaupinu í dag var einn hlaupari í bol frá þeim.. En versið hljóðar þannig: Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir..
Montana ✔️
Hæð yfir sjávarmáli 1000m
Strava mældi leiðina 44,25 km
1 fylki, Virginia.. eftir í 3ja hring um USA

Center of the Nation, Sundance Wyoming 4.okt 2023

Við Lúlli flugum til Denver og ég byrjaði á að keyra 3 tíma til Sterling.. ég hafði íhugað að taka þar eitt maraþon, en sf því að ég hafði farið til Bristol og svo beint út aftur, þá var ég of þreytt til þess.. Ég keyrði því næst til Sundance..

MARAÞON Í WYOMING Í DAG...
20231004 Sundance WYÉg hafði vekjarann stilltan á 4am, en var vöknuð fyrr.. Fékk mér jógúrt, vítamín-skammtinn, tók spænskuna, teypaði tærnar, klæddi mig og fór af stað..

Start kl 6am í skítakulda, 2-3 gráður og vindur. Ég hafði gleymt höfuðljósi eins og venjulega.. brautin var gróf möl.. og í kringum 30 km var ég orðin verulega sárfætt.. það hlýnaði er leið á morguninn, fór hæst í um 8 gráður.. á tímabili þykknaði upp og komu nokkrir dropar.

Maraþonið var 22 hringir og mældist 45,38 km þegar upp var staðið..
Hæð yfir sjávarmáli, 1.583m..
Wyoming ✔️
2 eftir í 3ja hring

Hreyfing í okt 2023

Ég flaug heim frá Bristol 30.sept. lenti um miðnætti og flug til Denver eh 1.okt. Ég ætla að taka 2 fylki í þessai ferð.. Montana og Wyoming.. Ferðin gekk vel þó keyrslan væri mikil eða rétt yfir 2000 km. Veðrið var frábært allan mánuðinn en ég var að leysa af í Njarðvík, svo ég tók mér meiri tíma til að ná mér eftir maraþonin.. nú er 1 fylki eftir í 3ja hring..

 4.okt... Marathon í Sundance Wyoming 45,38 km
 7.okt... Marathon í Baker Montana 44,25 km
13.okt... ganga 5,2 km og 1000 m skriðsund
16.okt... hjólaði 22,2 km
18.okt... Hjól 4 km og hlaup 5 km með Völu
21.okt... Hjól 8 km og skokk kringum Ástjörn 3 km
23.okt... Hjól 4 km og skokk 5 km með Völu
27.okt... Hjól 2,5 km og 2x kringum Ástjörn 6 km
30.okt... Hjól 3 km og 2x kringum Ástjörn 6 km

 

 

 


Erie Marathon at Presque Isle Erie, PA 10.sept 2023

Ég fór ein út, enda hlaupaferð og mikil keyrsla var framundan. Ég flaug til Baltimore og þurfti að keyra norður, gegnum allt fylkið upp að vatninu sem skilur milli USA og Canada.. sama vatn og Niagara fossarnir renna úr.. Hlaupið var 2 hringir um litla ,,eyju" eða skaga sem lá út í vatnið.. en snarbrött brekka þar niður.

20230910_152234Ég var með hótel ca 15 mín frá startinu.. og sótti númerið daginn áður.. og hafði smá áhyggjur af því að hafa verið að fyllast af kvefi.. ég reyndi að fara snemma að sofa, en það er ekki vandmál þegar maður er á kolvitlausum tíma..

Ég vaknaði kl 3:30.. og lagði af stað 2 tímum seinna, það voru 15 mílur á startið. Bílaröðin inn á bílastæðið var ekkert grín, ég var farin að halda að ég næði ekki hlaupinu.. enda um mílu ganga á startið og eftir að taka "síðasta piss".. þ.e. klósettröðina..

Hlaupið var eins og ég nefndi í upphafi.. á lítilli eyju í sama vatni og Niagara fossarnir renna úr.. brautin var 2 hringir.. Ég get ekki sagt að hún hafi verið spennandi, hlaupið eftir veginum og stór tré báðum megin hálfa leiðina.. Þegar ég fór seinni hringinn var búið að hreinsa allt í burtu, bæði drykkjarstöðvar og mílumerki.. en þjónustulundin hjá starfsfólkinu var dásamleg, reglulega komið á bíl og var spurt hvort mig vantaði eitthvað.. ískalt kók, vatn eða eitthvað að borða..
Í mark komst ég, og fékk síðan far á bílastæðið.. sjaldan verið eins fegin að sleppa við snarbratta brekku.. 
Takk Jesús ❤️❤️❤️

Garmin mældi leiðina 42,2 km og tímann 7:45:27 

Pennsylvania ✔️
3 fylki eftir í 3ja hring um USA ✔️

Keyrslan var alls 860 mílur eða 1.410 km.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband