Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Akron Marathon Ohio 26.sept.2015

Akron Marathon & Half Marathon, Team Relay Akron, OH USA
26.sept. 2015
http://www.akronmarathon.org 

Akron Marathon Ohio 26.sept.2015Ég sótti gögnin í gær og sá að þetta er miklu stærra maraþon en ég hélt. Expo-ið var ágætt en ég var ekki inní bílastæðamálunum svo ég átti í mestu vandræðum með að finna stæði... og start og mark eru hér rétt hjá. Númerið mitt er 3597.

Ég var búin að versla um morguninn og fór því á hótelið að slappa af... fór að sofa um kl 6 enda á kolvitlausu róli. Klukkan var stillt á 3am og ég átti ekki í neinum vandræðum með að sofna. 

Ég var rétt vöknuð þegar brunakerfið fór af stað... alls þrisvar... aðrir gestir hafa örugglega ekki verið glaðir yfir þessari vekjaraklukku. Eftir að hafa borðað, klætt mig, smurt með vasilini og teypað tær, lagði ég af stað 5:45... það eru um 7 mílur á staðinn og þegar fólk þarf að berjast um bílastæðin þurfa ókunnugir að vera fyrstir. Þegar ég beygði út úr innkeyrslunni frá hótelinu, mætti ég slökkviliðinu... ekki skemmtileg tilfinning.

Ég var ljónheppin með stæði án þess að vita það strax, þegar ég nálgaðist staðinn sem ég var búin að sigta út, ég skellti mér inn í næsta bílastæðahús sem var merkt "event parking"

Startið var fyrir utan bílastæðahúsið og markið í næstu götu fyrir neðan... Þetta smellpassaði fyrir mig... ég lagði mig í bílnum... svo var það næst-síðasta og síðasta piss og hlaupið var ræst kl 7am. Það var heitt, heimamenn sögðu óvenjulega heitt... og óþarfi að byrja í langerma bol.

Fyrri helmingurinn var ágætur... en um leið og leið hálfs-og heils-maraþons skildu fengum við að reyna brekkurnar. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg að drekka, gel og ávextir... og klósett á flestum drykkjarstöðvum... eins gott því ég þurfti að nota það tvisvar. Hlaupaleiðin var vel merkt, mílu-merking, tímaklukka og fáni á hverri mílu og blá lína máluð í götuna alla leiðina.

Hitinn óx eftir því sem leið á hlaupið og var sennilega milli 28 og 30 þegar ég kom í mark. 

Þetta maraþon er nr 192, garmin mældi leiðina 26,65 mílur og tímann 6:18:22
Ohio er fylki nr 43 í annarri umferð um USA - 7 eftir


Hreyfing fram að næsta maraþoni :)

Tveim dögum eftir Reykjavíkur maraþon, eða 24/8 klessti ég bílinn okkar, ég er heil sem betur fer, fékk smá högg á höfuðið en hef ekki orðið vör við nein eftirköst. Þökk sé Guði.

Undanfarin ár hef ég hvílt hlaup vikuna eftir maraþon og hjólað í staðinn, svo ég hjólaði á heilsugæsluna (enda bíllaus) sama dag til að láta skrá óhappið upp á seinni tíma... og hjúkrunarfræðingnum fannst það svo merkilegt að það stendur í skýrslunni... "kom á hjóli"

24.ág... 10 km hjól
25.ág... 18,5 km hjól
29.ág... 1200m skriðsund
31.ág... 5,1km skokk í kringum Ástjörn.

 1.sept.. 12,8 km hjól og 1,5 km ganga 
 4.sept.. 1400m skriðsund
 7.sept.. hjól 9 km og ganga 6,4 km í ratleik.
 9.sept.. 7,1 km skokk og 16,3 km hjól með Völu. 
10.sept.. 1300m skrið
12.sept.. 10,6 km skokk í kringum Hvaleyrarvatn
14.sept.. Helgafell m /Völu, hjól 18,8 km og 5 km ganga
16.sept.. 5,6 km ganga í ratleik
17.sept.. 2,9 km ganga í ratleik
18.sept.. 5 km skokk í kringum Ástjörn og 1200m skrið
19.sept.. 6,7 km ganga, 3 spjöld m/Matthíasi í ratleik

Næsta maraþon er 26.sept í Akron Ohio


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband