Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Numerid sott i Raleigh NC

Nu nadi kaeruleysid hamarki. eg gleymdi ad prenta ut allar upplysingar um hlaupid. Netid a hotelinu er svo randyrt ad eg timi ekki ad kaupa tad... tess vegna for eg a netid i Best Buy og nadi i heimilisfang fyrir gognin.
Eg er nu i haskolanum tar sem gognin eru afhent, en tar eru tolvur med neti. HEPPIN...
HALLO ALLIR, tad er allt i lagi med mig, bara netlaus.

tetta er litid expo... svo nu aetla eg ad kikja a startid, fara i budir og versla. Ferdin er svo stutt ad tad verdur ad nota timann vel.


Haustmaraþon FM 24.okt. 2009

Ég fór alltof seint að sofa, um miðnætti... og svo var þetta ein af þeim nóttum sem ég svaf vakandi með lokuð augu !!!
FM-martröðin 24.10.2009Pétur Helga hafði hringt í gærkvöldi og boðið mér að fara fyrr af stað og ég þáði það, vaknaði kl 5 og mætti rúmlega 7. Það var enginn kominn og svartamyrkur.
Ég átti erfitt með að sjá misfellur á gangstígnum og var nærri dottin, var óviss á leiðinni, fór villur í Nauthólsvíkinni, þar var allt breytt og snéri síðan of snemma við því í bakaleiðinni var kominn vörður sem leiðrétti villuna og stytti leiðina til baka. 

En allt þetta lagaðist þegar birti, fleiri hlauparar komu í brautina, vegvísar og drykkjarstöðvar. Leiðin var farin 2svar fram og til baka. Þegar ég átti 1 km eftir sá ég að það vantaði á vegalengdina, svo ég snéri við og hljóp smá kafla aftur, en það dugði ekki og ég bætti aftur við 200 metrum í Elliðaárdalnum, beygði til hægri þegar ég kom út úr undirgöngunum... þá passaði þetta.

Þetta maraþon er nr 117 og ég var 5:14:00 að skokka þetta W00t... 
Ég verð að hafa tíma til að æfa ef ég ætla bæta tímann Wink


Gögnin sótt í Reykjavík

Ég var í skólanum fram yfir hádegi. Eftir hádegið sótti ég númerið mitt, því auðvitað ætla ég að hlaupa í Haustmaraþoninu á morgun. Númerið var afhent í Afreksvörum í Glæsibæ... og það var enginn annar en Gísli Ironman Ásgeirsson sem afhenti það. Ég er nr 121.

Mér fannst í allan dag ég vera að fá einhvern skít í hálsinn og þyngsli frá hálsi og niður á brjóst, vona að ég sé ekki að veikjast... Nú er bara að leggjast á bæn, biðja um góða heilsu og gott veður.


Þrír fyrir einn

Vá, ég gleymdi að kjafta frá í gær... svo nú koma þrjár hlaupafærslur.

Soffía kom til mín um hádegið í gær og við hlupum saman hring um Ástjörnina og Vallarhverfið, sá hringur var 6,3 km...

Það nægði mér ekki og ég hitti Haukahópinn kl 5:30 og hljóp 7,4 km með þeim.

Í dag kl 5 hljóp ég Hrafnistuhringinn sem er 12,5 km með Völu.... Ekkert nema snilld 


Áslandsbrekkur

Við Soffía hittumst kl 11 við gamla Lækjarskóla, það var slagveðurs rigning. Við skröltum samt hringinn og bara ánægðar með að vera vatns- og vindheldar... Ég hljóp eins og áður að heiman og náði þannig 13,1 km.

Í nýjum Nike skóm

Ég keypti tvenna skó í síðustu ferð... fyrir nokkrum árum tók ég ástfóstri við utanvegaskónum frá Nike... hleyp í þeim allt árið, þó þeir séu sagðir vera fyrir trail og grófbotnaðir fyrir slæma færð.

Í dag skellti ég mér út eh og þetta var sannkallað prufuhlaup... ég var full af kvefi um síðustu helgi en er orðin nokkuð góð, þá var ég næstum búin að missa eina tánögl með rótinni í síðasta maraþoni en það er nær gróið og svo var ég að prófa nýju skóna, sem eru bara snilld.
Ég var ein, fór rólega og stutt ... 6,5 km.  Svo ég er klár í næsta Wink


Bara heima :(

Á morgun verður vika síðan ég kom heim... og ég sem ætlaði að byrja að hlaupa um helgina, en stoppaðist af kvefi á föstudaginn...

Svo ég verð bara heima næstu daga...


Peak Performance Maine Marathon 4.okt 2009

Peak Performance Maine Marathon & Maine Half Marathon, Portland, ME USA. 4.okt 2009
Gögnin sótt í Maine, okt 2009http://www.mainemarathon.com

Klukkan var stillt á 4:40... og ég hafði farið snemma að sofa um 9, en kl 10:30 hrökk ég upp, brunakerfið á mótelinu fór af stað... og ég svaf ekki vel eftir það - dottaði bara öðru hverju.
Hvað um það... Maine skyldi falla í dag.

Maine Marathon 4.okt 2009Við vorum heppin með bílastæði
og Lúlli gat tekið myndir á startinu.
Síðan fór hann aftur á mótelið en ég fór í þrælaríið...
Hlaupið var ræst kl 7:45.  Hvað ég er seig að finna þessi brekkuhlaup - ÓTRÚLEGT EN SATT.

Þetta er hæðarkortið... http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1173091004 

Peak Performance Maine 4.okt 2009Ég held ég hafi sjaldan verið eins þreytt allt hlaupið... en ég skyldi klára það. Ég endaði með að ganga mikið í seinni helmingnum... var að drepast úr vöðvabólgu (skóla-tölvu-bólgu) í öxlunum og niður í bak.
Svo var ég með blöðru á hælnum síðan í gær og eitthvað bættist við í dag. Ég hef sjaldan verið eins fegin að komast í mark og þar beið Bíðari nr 1 með myndavélina. Þá var bara sturta, matur og hvíld á dagskrá... og Walmart, Best Buy og eitthvað fleira.

Tíminn á mína klukku var 5:59:58 og maraþonið mældist 42.2 km
Þetta maraþon er nr. 116 og Maine 43. fylkið... 7 eftir.


New Hampshire Marathon 3.okt. 2009

New Hampshire Marathon & 10K, 5K Race Walk, Health Walk, Bristol, NH USA 3.okt 2009
http://www.nhmarathon.com

New Hampshire Marathon 3. okt 2009Við keyrðum frá Tilton til Bristol í gær, en komum of snemma fyrir expo-ið. Þeir leyfa líka afhendingu gagna fyrir hlaup svo við keyrðum bara til baka. Það á að starta kl 9

Klukkan var stillt á 5:30, við þurftum að tékka okkur út um morguninn og vorum lögð af stað kl. 7:30

Við vorum búin að tékka á öllum staðsetningum, svo það var ekkert mál að finna staðinn. Það var ausandi rigning og þurrkurnar á mesta og höfðu varla undan. Við vorum með plast-regnkápur.

New Hampshire Marathon 3.okt 2009Hlaupið var ræst á réttum tíma og rigningin lét ekkert undan. Ekki get ég sagt að leiðin hafi verið skemmtileg, við hlupum meðfram umferðinni... haustlitirnir voru rosalega flottir... fyrstu kílómetrana - svo hætti maður að taka eftir þeim. Leiðin var ekkert nema brekkur og það sem þeir kalla rolling hills... og svo var þessi ausandi rigning.

Þetta er hæðarkortið http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1171091003 

New Hampshire Marathon 3.okt 2009Mér tókst að klára þetta maraþon rétt undir 5 og hálfum tíma og þá keyrðum við beint til Portland Maine og sóttum gögnin fyrir næsta maraþon.

Tíminn á mína klukku var 5:29:37 og mældist 42,69 km.
Maraþonið er nr. 115 og fylkið nr 42..... 8 eftir

Ég verð að setja inn myndir þegar ég kem heim, því nýja vírusvörnin hafnar myndavélinni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband