Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2014

Reykjavíkurmaraþon 23.8.2014 010,1

Við sóttum gögnin á föstudeginum og í fyrsta sinn var ekkert pastapartý. Expo-ið var ágætt og ágæt tilboð þó ég endaði með að kaupa ekki neitt.

6 USA Maniac-ar voru búnir að skrá á hlaupasíðunni að þeir ætluðu að hlaupa hér... ég mætti í Maniac-bol svo þeir gætu þekkt mig... en ég sá engan þeirra þegar ég sótti númerið.

Ég hafði fengið bréf um að ætti að fá jakka í heiðursfélagaklúbb Reykjavíkurmaraþons og ég sótti hann í sérstakan bás. Takk fyrir það.

Maniacs in Reykjavik 23.8.2014

Þá var næst á dagskrá að elda sér kvöldmat, taka saman hlaupadótið, stilla klukkuna og reyna að sofna snemma. Klukkan var stillt á 6 am en ég var vöknuð áður. 

Við lögðum af stað um kl 7:30, Maniac-myndataka áætlum kl 8 á tröppunum fyrir framan MR. Við náðum að vera 4 Maniacar á myndinni. 

Fyrstu metrarnir í RM 2014

Hlaupið var ræst 8:40 og veðrið var það besta hlaupaveður sem hægt var að hugsa sér, logn, aðeins skýjað, aðeins kalt í upphafi en síðan þægilegur hiti.
Ég var samt í smá vandræðum hvort ég ætti að byrja í síðerma bol yfir hinn, en ákvað að byrja frekar í vettlingum.

Við skúrinn út á Seltjarnarnesi, RM 2014

Markmiðið hjá mér var bara að komast í gegnum maraþonið fyrir 6 tímatakmörkin. Mér hafði ekki alltaf tekist að hlaupa 1x í viku síðan síðasta haust en í sumar reyndi ég að bæta það upp með því að hjóla, ganga og synda. 

Hnéð hélt gegnum allt hlaupið en æfingaskorturinn háði mér...
Komin í mark í RM 2014síðustu 10 km varð ég að vanda mig hvernig ég beitti fótunum því það jaðraði við krampa... ég hélt ég myndi sleppa í mark en þá fékk ég svakalegan krampa í vinstra lærið þegar ég átti um 1,5 km í mark... fyrst hélt ég að ég þyrfti hreinlega að skríða í mark en ég gat hrisst hann af mér.  

Reykjavíkur maraþon 23.8.2014 006

Bíðari nr 1 fylgdi mér síðustu 12 km, hann beið rétt hjá 30km mottunni og hjólaði með mér rest. Sonurinn fór sitt fyrsta hálf-maraþon í dag. Ég er stolt mamma og amma, því Matthías og litla systir fóru í Latabæjarhlaupið með mömmu sinni.

Þetta maraþon er nr 176 og 18 árið í röð sem ég hleyp heilt maraþon í Reykjavík.
Garmin mældi tímann 5:44:51 og vegalengdina 42,730 km (hálfum km of langt).

 


Ég færðist úr stað ;)

Síðasta færsla var fyrir rúmum mánuði. Ekki get ég sagt að hlaup hafi aukist neitt að ráði, alltaf þegar ég hef ætlað að auka við mig, hef ég ,,gleymt" hnénu og snúið upp á það... Þessar hálkubyltur ætla að hanga lengi á mér. 

Á þessum mánuði fram að Reykjavíkurmaraþoni hef ég eitthvað reynt að hreyfa mig úr stað og reiknast mér til að ég hafi gengið um 50 km (þaf af 4x á Helgafell), hjólað um 150 km, synt 5 km og hlaupið 45 km.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband