Reykjavíkurmaraþon

Enn á lífiJæja, það er afstaðið og ég er á lífi... Ég fór af stað kl. 8 um morguninn, early start, heitir það. 

það byrjaði ágætlega fyrstu 10 km.  En frá 10km og að 30km, þar sem maðurinn beið eftir mér, var ég varla á lífi.  Allt var eins og best á kosið, veðrið heitt og gott, hlaupaleiðin í lagi, útlendingum finnst hún áreiðanlega frábær, starfsfólkið gott ... en það var of langt á milli drykkjarstöðva. 

Fólk finnur sennilega ekki eins fyrir því í styttri vegalengdum, en í maraþoni gengur ekki að hafa 4 km á milli þeirra.  Og svo vantaði eina..... frá 25km og að 32km var engin drykkjarstöð.   Maðurinn, Bíðari nr. 1 mætti á hjólinu og hreinlega bjargaði mér  Kissing.... var með Egilsorku og myndavélina auðvitað.   Ekki bætti ég tímann minn, frekar bætti við hann !  Í heildina litið, þá voru fyrstu 42 km. verstir Errm... síðustu 200 metrarnir bestir... Wink ...... annars mældist maraþonið hjá mér 42,6 km

Magga og Anna Rós fóru hálfmaraþon og bættu tímann sinn.  Glæsilegt hjá þeim, til hamingju stelpur.

Hérna á að koma mynd af þeim, drífið ykkur að senda myndina stelpur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband