Mæting í pasta...

Við Soffía hlupum bara tvær, bæði í dag og í gær.  Fórum samviskusamlega eftir hlaupaplaninu.  Það þýðir ekki að skreppa saman þó það sé aðeins farið að kólna.  Ég veit að Rannveig hljóp frjáls og óháð, Þóra Hrönn fór út úr bænum og Þórdís er í útlöndum.  Magga og Anna Rós.... sisters where are thou?........ Nú er Reykjavíkurmaraþon í uppsiglingu og menningarnótt kemur í kjölfarið.  Wink

Ég afritaði þetta á netinu, stelpur....

Afhending keppnisgagna og stuttermabola
Þátttakendur sæki keppnisgögn og boli í Laugardalshöllina, föstudaginn 17. ágúst kl. 12:00 - 21:00.

Pastaveisla

Þátttakendum í hlaupum 3-42 km er boðið til pastaveislu, í boði Barilla, föstudaginn 17. ágúst kl. 16:00-21:00 í Laugardalshöllinni. Þeir sem áhuga hafa á að kaupa sérstaklega pastamáltíð (til dæmis fyrir gesti) þá kostar máltíðin 500 krónur. Frítt er fyrir þátttakendur.

Smile  Stelpur.... Mér finnst alveg tilvalið að við hittumst kl. 17:00 til að sækja gögnin og borða saman pasta.  Hvað finnst ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Bryndís ég og Anna Rós erum að byggja upp glykosuforða til að komast á leiðarenda á laugardag.Við þorum ekki að gera neitt þannig að við sjáumst ekki á hlaupum í þessari viku.

kveðja magga

magga (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband