Veðrið !

...... spilar stóra rullu hjá fólki sem þarf að fara út úr húsi. 

Ég hef alltaf sagt að það sé ellimerki hjá mér að þurfa að vita fyrirfram hvernig veður er.... þegar ég fer út að hlaupa. Hér áður var nóg að vita að það var hlaupadagur.  En nú skiptir veðrið meira máli, skrítið.... því ég er þyngri og þar af leiðandi minni líkur á að ég fjúki, ég er enn vatnsheld ef það skildi rigna, og nú þegar ég er komin með GPS er engin hætta á að ég villist.  Sennilegasta niðurstaðan er þá að..... ég hlýt að vera farin að hugsa meira um sjálfa mig.....  eins og gamla konan sem kom í búðina á Hrafnistu til að kaupa kex.....og þegar ég svaraði... þetta hérna er rosalega gott en það er ógurleg fita í því.   Þá sagði sú gamla..... Það skiptir engu máli, ég er nú komin á þann aldur, að ég borða bara það sem mér þykir gott.  

Í dag eru 6 km. á dagskrá og það er nú ekkert til að væla yfir.... það þýðir ekki að hlaupa í spik.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband