Byltur- hlaupavinkonur

Hlaupadagskráin þessa viku sem er fimmta vikan í prógramminu okkar er

sunnudagur = 12 kmByltustuð

mánudagur = 6 km.

miðvikudagur = 8 km.

fimmtudagur = 6 km. 

laugardagur = 7 km. 


Núna vorum við að hlaupa 8.km í léttu veðri, rigndi aðeins en 13.stiga hiti.

það var eiginlega óvart sem hópurinn fékk þetta nafn.  En það kom vegna þess að allar hafa þær nýju þurft að detta rétt eftir að þær bættust í hópinn.  Við vorum svei mér farnar að halda að þetta væru álög. 

Sumar eru búnar að detta tvisvar..... taka allt með stæl.... og hafa endað á heilsugæslunni og Sigga er ekki farin að hlaupa aftur og heilt ár er liðið.  Það var auðvitað ekki byltuvesen ... því Sigga var í þrautakóng í hestaferð. Þess vegna verðum við að telja að það sé stórhættulegt að ætla að skemmta sér fyrir utan hópinn.
 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært Bryndís, gott framtak, hvernig kem ég gömlum myndum inn ???

magga (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband