New England Challenge #3 Rhode Island 22.5.2013

RED ISLAND MARATHON
Warwick, Rhode Island
Wednesday May 22, 2013 - 6am Start
Nine laps of a 2.7 mile loop (24.3 miles), plus a short out and back of 1.9 miles for the Marathon distance of 26.2 miles.
http://www.newenglandchallenge.org/redisland.html

Rhode Island Marathon 22.5.2013

Þetta er í eitt af afar fáum skiptum sem ég merki ekki startið á Garmin daginn áður. Flestir sem ætla að hlaupa á morgun gista á þessu hóteli. Og við erum svo heppin að morgunmaturinn byrjar 4:30.

Klukkan vakti okkur 3:45 og ég var enn þreytt, hafði ekki sofið vel, ég fór of seint að sofa og það stressar mig rosalega. Við Lúlli ákváðum að hann biði bara á hótelinu, veðurspáin var miklar líkur á rigningu... svo ég klæddi mig samkvæmt því.

Rhode Island Marathon 22.5.2013

Það var litskrúðugt lið Maniac-a og 50 Staters sem hékk á hurðarhúninum við matsalinn 4:30, meira að segja maðurinn sem stjórnar hlaupinu var að spurja til vegar í garðinn sem hlaupið var í.

Við ætluðum að keyra í halarófu en rauð ljós og aðrir bílar sem komu inn í urðu til þess að ég villtist í myrkrinu... fór einhverja mílur afvega en náði að rétta mig af og ná hlaupinu í tíma.

Rhode Island Marathon 22.5.2013

Það er mikið til sama fólkið sem er að hlaupa þessa seríu, þó sá ég ný andlit í dag og aðrir hættir. Í gær hlupum við 5 hringi í dag eru þeir 9... Flestir kalla mig bara "Iceland"

The Marathon Man var þarna, ástrali sem ætlar að setja nýtt met í fjölda maraþona á árinu, ætlar að hlaupa 157, hann hlýtur að búa hérna núna... það halda flestir hér að ég búi í USA. Þá hljóp einfættur maður með fót frá Össur með mér bæði í gær og í dag.

Veðrið hélst skaplegt og því var ég ofmikið klædd í hlaupinu... svo ég gerði þau mistök að fara úr langermabolnum og er nú öll útstungin eftir moskito. 

Garmin mældi vegalengdina 26,21 mílu og tímann 6:37:22
Þetta maraþon er nr 159 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Úrslit í New England Challenge seríunni

Bryndis Svavarsdottir, F, ISL, 18, 6:37:27

http://www.newenglandchallenge.org/results.html

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 31.5.2013 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband