Næst síðasti dagurinn í USA

Í Mt.Laurel NJ, 30.3.2009Ég fór snemma að sofa í gærkvöldi, hafði keyrt ca 100 mílur aukalega... í leit að hótelinu... Ég var rétt komin inn á herbergið þegar himinninn varð svartur, eins og það leggðist teppi yfir loftið.
Vaknaði um 4 leytið og fór á stjá, Bíðarinn kom strax inn á MSN.

Á leið til Woodstock NY, 30.3.2009Ég var lögð af stað kl 7 um morgun-inn, ég hafði fengið heimilisfangið hjá Harríett fyrrv. mágkonu og ákvað að keyra upp í hið fræga WOODSTOCK og heimsækja hana.
Ferðin var seinfarin, snarkrullaðir sveitavegir með 45 hámarkshraða... og eins og venjulega tók ég eftir að Kaninn er sko ekki með áhyggjur af sjónmengun með allar þessar rafmagnslínur meðfram vegunum.

Hús Harríettar í Woodstock NY, 30.3.2009Harriett var ekki heima... ég tók mynd af húsinu hennar og skrifaði henni bréf og setti í póstkassann... í því lét ég e-mail-addressuna fylgja og auðvitað fékk ég fljótlega svar.
Hún hafði aldrei þessu vant boðist til að vinna eitthvað í listabúð.

Woodstock varð ódauðlegur þegar hátíðin fræga var haldin þarna og sennilega eru flestir þarna ,,gömul blómabörn"

Woodstock NY, 30.3.2009 Það var ekkert annað að gera en að drífa sig til næsta gististaðar, þess sama og ég var á fyrstu nóttina í ferðinni í N-Attleboro. Ég stoppaði sennilega um hálftíma í allt í ferðinni og var á keyrslu í 10 og hálfan tíma, ca 450 mílur. 

Ég fékk sama herbergi og síðast, nr. 128 og dró allt dótið inn, nú skal pakka niður fyrir morgundaginn. Ég var uppgötvuð strax og ég setti tölvuna í gang. Þegar ég var búin að tala við ,,heimamenn" skrapp ég í dýrabúðir hér nálægt. 
Nú sígur á seinnihlutann, ég tékka mig út í fyrramálið og flýg heim annað kvöld.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband