Kannski á sumrin, en líst ekkert á það

Þegar Icelandair hóf flug til San Francisco voru tómar tafir og vesen á þeirri flugleið. Við hjónin áttum flug þangað sumarið 2005, þaðan áttum við tengiflug til Salt Lake City þar sem ég ætlaði að hlaupa maraþon. Þessi leggur til SLC var 3 dagar. Tafir voru á brottför frá Keflavík og áður en við fórum af stað, var útséð að við misstum af tengifluginu og leggurinn til SLC væri ónýtur... styttum við ferðina um þessa 3 daga. 

Í lok nóv. sl. hljóp ég í Seattle og sátum við og allir aðrir farþegar tímunum saman á flugvellinum þar vegna þoku... og aðra eins þoku og annað eins þokubæli höfum við aldrei upplifað. Að vísu var vetur og ég spurði ekki hvort þetta væri svona á sumrin en okkur var sagt að í stað kulda og snjókomu liggi þokan eins og þykkt teppi yfir öllu þarna.


mbl.is Icelandair til Seattle?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get nú ekki orða bundist því ég er ekki alveg sammála þér, við hjónin höfum sl. 3 ár farið í 7-10 daga frá Íslandi til Seattle í feb/mars, og við höfum aldrei lent í veseni á vellinum í Seattle einu sinni lent í því að vegna seinkunnar frá Boston þá misstum við af tengiflugi í Phoenix Arisona en fengum annað 2 tímum seinna. Og í vetur var reyndar snjókoma allt í kring en þetta er líka búið að vera mjög skrítinn vetur hjá þeim að því leitinu. Við sjáum það í hillingum að geta flogið beint og þurfa ekki að millilenda í Boston eða NY með tilheyrandi kostnaði.

Vordís (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Sammála. Ég er búinn að vera búsettur í Seattle í tæp 2 ár og hef einusinni lent í að missa af flugi (og ég flýg mikið) og það var vegna öryggisráðstafana. Reyndar missti um þriðjungur farþega af vélinni í það skiptið.

Flug falla sjaldnar niður frá Seattle en t.a.m. NY. Vetrarveður í Seattle eru mun vinalegri en bæði austurströndin og hvað þá miðvesturríkin.

Þetta veldur því að tengdaforeldrar og aðrir sem eru hikandi við að skipta um vélar geta heimsótt okkur. Takk fyrir þetta Icelandair.

Heimir Tómasson, 25.3.2009 kl. 13:52

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Sæl bæði,
Svona er þetta misjafnt, ég hef aldrei lent í annarri eins þoku - hún var svört - eins og þarna í Seattle... en eins og ég sagði, þá hef ég bara verið þarna einu sinni en heimfólkið og aðrir gestir sögðu að það væri oft svona þoka.
Svo er annað að missa af flugi eða þurfa að bíða tímunum saman eftir að komast á loft eins og var í okkar tilfelli.
Fyrir þá Íslendinga sem búa þarna er auðvitað kærkomið að fá beint flug.

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 25.3.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband