Með Þóru Hrönn

Mikið var gott að fá aftur hlaupafélaga.
Við mæltum okkur mót við undirgöngin við Ástjörnina og Haukahúsið. Ég var aðeins snemma í því svo ég var næstum komin niður að sundlaug á móti Þóru Hrönn en sá hana ekki koma og snéri við. Hún var bara aðeins sein.

Við hlupum öfugan Áslandshring og byrjuðum á hring kringum Ástjörn því það er bara hægt í björtu. Brekkurnar í Áslandinu voru ekki auðveldari þessa leiðina... þegar við vorum komnar að Kaldárselsvegi fórum við yfir brúna að kirkjugarðinum og inn í gömlu leiðina fyrir ofan Hvammana. Við skildum síðan rétt við Suðurbæjarlaug... og hlupum sín í hvora áttina heim... ég náði 10,1 km eins og planið var hjá mér og Þóra Hrönn sennilega líka.

PS. Það var ekki búið að skreyta gamla húsið okkar Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband