Hjólað, skokkað og gengið


Það er ýmist of eða van. Í gær var ég mest allan eftirmiðdaginn á hjólinu, hjólaði sennilega um 20 km.... meðal annars um bæinn, kringum Hvaleyrarvatn.... með Venus í körfunni. Hann var svo eftir sig á eftir að hann lá í bælinu um kvöldið.  Ég hafði ætlað að kíkja á ratleikinn... en er hætt við að pæla í honum.

Um kvöldið mætti ég við Hafnarborg, þar sem hjólaklúbburinn hittist kl 19:30 á miðvikudagskvöldum... en það mætti engin, ekki einu sinni Soffía sem hafði ætlað að hitta mig. Það voru útitónleikar við bókasafnið undir kjörorðinu -lífgum upp á miðbæinn-

Í dag hitti ég hlaupahópinn, við hlupum 5 saman Áslandið og kringum Ástjörnina og á morgun á að ganga fyrri hlutann af Selvogsgötunni.... Dæturnar hafa heldur betur fengið göngu-bakteríuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, Gangi ykkur allt vel í göngunni og farið vel með ykkur.

Kveðja, Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 21:06

2 identicon

Hæ   Bryndis,  gangi ykkur  vel i   gongunni,   dad   er ekki   hægt  ad   segja    ad du   hreyfir  dig  ekki,  

               kvedja      Soffia
 

Soffia Kristinsdottir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband