Hlaupið í leyni


Við Soffía hlupum í leyni síðasta fimmtudag Smile 
Þetta var prufa fyrir mig en ég hef ekki hlaupið í 5 mánuði. Við hlupum nákvæmlega 5 km. og fórum bara rólega.

Þetta var ekkert nema dýrð og dásemd, fóturinn gerði ekki uppreisn og mér hefur liðið mjög vel síðan........ svo við ætlum að fara aðra leyniferð fh. í dag.

Annars er ég að skrifa BA ritgerðina núna, og ætti ekki að hafa tíma til neins annars, en þar sem skólinn er búinn þá er tilvalið að brjóta upp daginn með hlaupi eða gönguferð.   Wink 

Byltur.... mæti í vikunni InLove  love U


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Ég er bara búin að liggja í leyni þar sem pestin hljóp hraðar en ég og náði mér, er þó að verða búin að telja henni hughvarf um að fara. Sé ykkur fljótlega

Jóhanna Fríða Dalkvist, 22.4.2008 kl. 12:46

2 identicon

Sælar allar 

Ég hljóp í tómri dýrð og dásemd kl. 18 í dag þriðjudag.  Mætti auðvitað of seint miðað við skráðan hlaupatíma. Kom við hjá Möggu en hún var að fá einhverja pest. Svo ég hljóp með Guði, hann mætir alltaf.

Næst vonast ég til að mæta á fimmtudag, spurning hvort Byltur breyti tímanum af því að það er sumardagurinn fyrsti, en þá látið mig vita, svo ég geti skrölt með   

Það liggur fyrir að mikið verkefni hjá mér..... að ná ykkur, þið eruð búnar að vera svo duglegar 

Vona að heilsan lagist fljótt hjá ykkur, Magga og Jóhanna...
Hverjar eru bestar

Kveðja Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:14

3 identicon

Hæ Bryndís, Gott þú ert komin á stjá. Ég stefni á að halda mínu plani á morgun kl. 17:30.

Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband