Svaf varla....

hlaupastelpaÓtrúlegt ... ég svaf varla fyrir þessum lægsta punkti sem ég setti inn í Reykjavíkurmaraþoni... fór inn á grafið aftur og reyndi að hitta nákæmlega á lægsta punkt.... sem sagði að á 31,2 km væri hæðin -46 metrar.... og ég held að þetta geti bara ekki staðist, en ég er auðvitað enginn sérfræðingur.  Errm 

Spurning hvort maður ætti að gera sér leið þangað til að mæla hæðina aftur.... að vísu sýnir grafið að maður hlaupi í sjónum, en það ætti ekki að skipta máli.

Því miður komst ég ekki að hlaupa í dag, var eitthvað stíf í annarri hásininni eftir Setbergshringinn og er því ekkert að æsa mig í dag, það hlýtur eitthvað að gefa eftir... þegar maður æfingalaus fer maraþon 3 helgar í röð og byrjar á 20 km æfingu. 

En það er ekki málið ef maður hefur bara hlustunarpípuna á skrokknum og tekur mark á þeim óhljóðum... hvers konar kvarti og kveini sem maður heyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband