7 glæsilegar

hlaupaskiltiÞað mættu þrjár nýjar konur í dag Smile... ég ræsti minniskubbinn, en hann er svolitla stund að hitna... svo ég man ekki hvað þær heita.  Svo komu Rannveig, Ingileif og Þóra Hrönn þannig að við vorum sjö.  Við fengum frábært veður...... svo blessaðar.  Fórum Setbergshringinn sem er 6 km. ég náði mér í aukakm. með því að hlaupa niður að Lækjarskóla.

ATH. engin þeirra ætlar að hlaupa á morgun (þriðjudag)

Þegar ég kom heim þurfti ég að hlaða úrið og þá kíkti ég á síðustu maraþon um leið.  Var svona að bera þau saman.  Úrið mælir víst hæð yfir sjávarmáli... sem ég hafði ekki tekið eftir fyrr.

Í Reykjavík...var byrjunarhæð 4 metrar.... fór hæst í 15 metra og lægst í -50 metra.

Í Wyoming var byrjunarhæð 2146 metrar.... fór hæst í 2618 metra og lægst í 1854 metra.

Í New Mexico var byrjunarhæð  1744 metrar... fór hæst í 1843 metra og lægst í 1466 metra.

Þetta segir ekki alla söguna en gefur nokkra hugmynd um þær hremmingar sem ég hreppti í þessum hlaupum...   Að hugsa sér að maður skuli þar að auki borga stórfé fyrir.   

Hvað sem því líður er Bíðari nr.1 farinn að pæla í komandi ferðum.  Spurning hvort tillögur hans verði ekki rækilega ritskoðaðar héðan í frá.   Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband