Maraþon nr. 80 til heiðurs Eddu systir.....

Komið þið sælar Byltur.  Green River, Wyoming 24.8.2007

Þið verðið að fyrirgefa að fjarstýringin virkaði ekki sem skildi, ég hef ekki verið í tölvusambandi en ég veit að þið hafið samviskusamlega hlaupið eftir prógramminu.  En til að uppfæra ykkur varðandi ferðalagið, kemur smá ferðasaga.

Ég og Bíðari nr 1 flugum til Minneapolis sl. miðvikudag og þaðan til Denver Colorado.  Að sjálfsögðu erum við í Bíðara-og hlaupaferð.  Ferðinni var heitið til Green River í Wyoming og þar hljóp ég mitt 80. maraþon.  Við vorum 2 daga að keyra þangað.  Við vorum ekki í gsm-sambandi og tölvan fann ekki netið á hótelinu.  Bærinn svo lítill að þar var engin tölvubúð og enga hjálp að fá í því efni. 

Þessa helgi var Green River Festival og margt um að vera fyrir utan Röð fyrir pastaveisluna í Green River maraþonið sem var á laugardegi 25.ágúst..... Hljóp ég til heiðurs Eddu systir sem varð 40ára.... og hljóp ég á sama tíma og veislan var hjá henni heima á Íslandi. 

Í pastaveislunni sem var utandyra.... var auðvitað pasta, en líka kartöflur, risarækjur, pylsur/bjúgu ?, brauð og fl.  Þá var hljómsveit að spila og svo var uppboð á listaverkum. 

Ég þurfti að vakna kl 4 um nóttina, mæta kl 5:15 í rútuna.  Ég svaf svo sem ágætlega, þó maður sé á kolvitlausum tíma.  Hlaupið byrjaði kl. 6:30 og þá var orðið bjart. 

Í pastaröðinni,Green River, Wyoming 2007 004

 

Bíðarinn kom mér í rútuna og það var keyrt upp í fjöll..... og hættið nú alveg.... Sálin hrópaði -HVAÐ ER ÉG AРGERA HÉRNA-   ég þurfti að hlaupa 40 km. á moldar-þvottabrettisvegi...... í steikjandi hita, því loftið er svo þurrt og svo stóðu allir á öndinni vegna þunna loftsins.  Fyrstu... ég man ekki hvað margar mílurnar voru upp..... HJÁLP.... ég fer ekki í meiri fjallamaraþon.  Síðustu 3km.  (mældist 43km)  voru á malbiki.  Myndir frá Green River, Wyoming 2007 011

 

 

Drykkjarstöðvar voru óvenju fáar eða á annarri hverri mílu og á tveim þeirra voru glösin búin.  Vegna hitans gekk ég mikið á milli, hef ekki áhuga á að drepa mig fyrir sportið..... ég hef tvisvar verið í hlaupi þar sem menn dóu í markinu.  Það var í Chicago árið 2000 og í OC í janúar sl.

Myndir frá Green River, Wyoming 2007 012Það varð fljótt mjög heitt, ekki ský á lofti, og loftið þurrara en á Íslandi.  Ég held ég hafi orðið fyrir ofþornum, því ég þori aldrei að drekka mikið í einu.  Það sem var verra var að ég skaðbrann á kálfunum, hafði steingleymt að bera sólarvörn á þá.   Þvílíkt hvað ég var fegin að komast í markið og geta teygað kalt kók og vatn. 

Ég held ég hafi sjaldan gengið eins nærri mér og núna, var rúma 6 tíma.  Það sem eftir var dags drakk ég endalaust, var með höfuðverk, lystarlaus og að auki skaðbrennd á kálfunum.

Ég er búin að hirða upp erfiðustu hlaupin í USA hvað eftir annað, Desert News Salt Lake City, Crater Lake Oregon, Mt. Rushmore S-Dakota og man ekki hver fleiri..... Nú fer ég bara í borgarhlaup, TAKK FYRIR.... nú þarf að lesa betur UM hlaupið ekki bara athuga hvort dagsetningin hentar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband