Komin aftur,

Gleði gleði, komin aftur í menninguna.... ég skrapp í Selvoginn með manninum, hann var eitthvað að dunda við hjólhýsi systur sinnar.  nafn STRAND

Vorum sambandslaus við umheiminn, því þar næst ekki sími, engin blöð borin út, snjór í sjónvarpinu og krían sér um land og loftvarnir landsins.  Þeir segja að það virki mjög vel að heita á Strandakirkju... en ég minni fólk enn og aftur á, að heita á mig í Reykjavíkurmaraþoni. 

Hvað á maður að gera þegar maður bregður sér aftur í fornöld, nema að opna bjórdós og hvítvín og grilla..... eins og útilegumenn gerðu forðum.  ALVEG RÉTT, sagði maðurinn yfir öxlina á mér, svona á þetta að vera.  Hann er ekki vel að sér í sögu, ef hann heldur að þeir hafi farið í ríkið.... ég var að hugsa um lambakjötið eldað út í náttúrunni.

En við erum komin aftur og hlaupaplanið segir að í dag verði teknir 10 km. með bros á vör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband