Heartland Series, Bloomington IL 6.júní 2014

Heartland Series, Bloomington Illinois, dagur 3

http://mainlymarathons.com/

Heartland Series, Bloomington Illinois 6.6.2014

Klukkan átti að vekja mig 3:30 en Lúlli vakti mig 20 mín fyrr með bröltinu í sér. Við vorum búin að ganga frá flestu, því við keyrum til Chicago í flug strax eftir hlaupið.

Við færðum klukkuna fram um klst þegar við komum og í ofanálag var hlaupið ræst klst fyrr, eða kl 5.
Heartland Series, Bloomington Illinois 6.6.2014

Það var glampandi sól, strax hiti i garðinum, og um mitt hlaup var hitinn kominn í 89 F og var í 86 þegar ég kláraði... svo sólarvörn 50 og moskito-spray var algert must.... heppin að hafa tekið það alvarlega, því margir voru útbitnir eftir daginn.

Heartland Series, Bloomington IL 6.6.2014

Lúlli tékkaði okkur út af hótelinu á meðan ég var í hlaupinu og mætti á staðinn án þess að hafa neinar fréttir af nýju barni. Ég sendi sms til að reyna að fá einhverjar fréttir.

Hringurinn var 2,2 mílur, og ferðir taldar 11 og hálfu sinnum... á 9unda hring fékk ég sms frá Lovísu um að dóttirin væri fædd og allt hefði gengið vel - Guði sé lof.

Heartland Series, IL... Litla skottið fæddist í miðju maraþoni 6.6.2014

Þetta maraþon er nr 173,
garmurinn mældi það 26,2 mílur og tímann 7:03:00.

Eftir hlaupið brunuðum við til Chicago. Það var eins gott að við reiknuðum sæmilega góðan tíma fyrir okkur því við lentum í umferðartöfum, tollvega-hremmingum og hefðum ekki mátt vera seinni að ná flugi til Boston.

AUÐVITAÐ ER ÞETTA MARAÞON TILEINKAÐ NýJUSTU DúLLUNNI OKKAR :
)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn:

18 marathon Bryndis Svavarsdottir 7:03:00 ICEL f 57

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 30.6.2014 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband