Heartland Series, Niles Marathon MI, 4.júní 2014

Heartland Series 4-8 júní 2014, dagur 1

http://mainlymarathons.com

Heartland Series, Niles MI, 4.júní 2014

Ég svaf ágætlega, og vaknaði kl 3:45 við klukkuna. Lúlli hellti á og ég fékk mér að borða, teypaði tærnar, smurði mig með vasilini, setti sólarvörn 50 þó það væri spáð rigningu og spreyjaði mig með moskito-fælu... engin smá serimonia fyrir eitt hlaup. Ég er yfir mig ánægð með nýju compression buxurnar mínar.
Með Sharon, hef hitt hana áður í maraþonum.Við ákváðum að Lúlli yrði á hótelinu á meðan, enda lítið spennandi að hanga allan tímann í bílnum ef það myndi rigna allan tímann.

Ég lagði af stað um 5:30... hafði auka bol og eitthvað fleira með... og ákvað á staðnum að vera í stutterma bol í stað hlýra bol. Auðvitað var Maniac myndataka fyrir start... en enginn þjóðsöngur.

Heartland Series, Niles MI, 4.júní 2014

Hlaupið var ræst kl 6 am... og maraþonið var 14 ferðir fram og til baka. Veðrið var ágætt fyrstu 10 mílurnar... en svo byrjaði að rigna... og rigna... og rigna, það var úrhellis-hellt-úr-fötu-úrhelli... svo ég var holdvot þegar èg kom í mark.

Ég byrjaði rólega, vissi ekki hvernig hnéð myndi virka.... og fann fljótlega að ég yrði bara að ganga þetta og ég tók nokkuð af myndum áður en það byrjaði að rigna, sendi sms heim (athuga hvort Lovísa væri búin að eiga) og dúllaði mèr með öðrum sem gengu. Hnéð hélt alla leið - Guði sé lof.

Þetta maraþon er nr 172,
garmurinn mældi það 26,77 mílur og tímann 7:43:51 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

samkvæmt úrslitum er tími minn:

18 marathon Bryndis Svavarsdottir 7:42:10 ICEL f 57

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 30.6.2014 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband