Malibu Marathon 13.11. 2011

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 080Malibu International Marathon & Half Marathon
Malibu, CA USA, 13.nóv 2011
http://www.malibuintmarathon.com

Klukkan var stillt á 4 aðra nóttina í röð... Við græjuðum okkur og læddumst út um kl 5... Það var um klst keyrsla til Camarillo þar sem maraþonið byrjar.
Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 097Auðvitað voru nokkrir Maniac-ar þarna og teknar hópmyndir.

Hlaupið átti að ræsa kl 7 en startið dróst um 20 mín, vegna þess að ein rútan frá Malibú fór útaf. Heyrði ekki að neinn hefði slasast.

Malibu Marathon 13.nov 2011Vöðvarnir voru aumir eftir gærdaginn en ég var ákveðin í klára þetta. Fyrstu mílurnar voru í kringum akrana við flugvöllinn - lítið spennandi svæði... en síðan var hlaupið eftir strandveginum NR 1...
Þar voru snarbrattar hlíðar og klettótt ströndin á hvora hlið... Fljótlega teygðist úr hrúgunni en hlaupið hafði eina akrein og deildi henni með hjólreiðamönnum... það var svolítið slæmt því maður heyrði ekki í þeim og þeir voru yfirleitt í hópum.

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 104Það munaði um þessar 20 mínútur sem seinkunir var... sólin steikti mig en allra verst var að það voru 3 mílur á milli drykkjarstöðva. Ég væri múmía í vegkantinum núna ef Lúlli hefði ekki bjargað mér með ískaldri kókflösku og þegar hún var búin færði Fellow Marathon Maniac mér flösku af G2. 

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 107Þjónustuliðið á hverri drykkjarstöð var frábært, og haugar af geli á hverri stöð... en drykkirnir voru vondir, klórbragð af vatninu og hræðilegur orkudrykkur með próteini. Fleiri en ég freistuðust til að drekka of lítið á hverri stöð og svo var langt á milli þeirra... ég hef ekki séð hópana af fólki fara að ganga svona snemma í maraþoni.

Þreytan sat í mér, brekkurnar og hvalfirðirnir settu í mig leiða og að lokum var mér nákvæmlega sama hvenær ég kláraði - bara að ég kláraði. Markið var í hyllingum.

Þetta maraþon var nr 139, garmurinn mældi það 42,59 km og tímann 6:33:34

LEYNIUPPTAKA BÍÐARA NR.1 Ískalt Coca Cola í Malibu Marathoni 13.nov 2011.avi  www.youtube.com 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband