Santa Barbara Marathon 12.11. 2011

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 082Santa Barbara International Marathon & Half Marathon, Relay, Santa Barbara, CA USA, 12.nov 2011
http://www.sbimarathon.com

Klukkan hringdi kl 4 og við Lúlli fengum okkur morgunmat. Þegar allt var tilbúið og Bragi vaknaður fórum við út... Það var ca 20 mín keyrsla á startið.

Myndir frá Bryndísi og Lúther sept-okt 2011 085Þegar við nálguðumst skólann þar sem startið var, var ekki einu sinni leyfilegt að keyra upp að skólanum, gatnamótin voru notuð fyrir ,,Drop off"... og ekki við það komandi að breyta því neitt... Við stoppuðum því aðeins frá og Lúlli tók mynd af okkur Braga við bílinn. Ég varð því að fara ein á startið og þeir fóru heim. Á startinu hitti ég nokkra Maniacs svo að grúppumyninni var reddað...

Góðum vinum fagnað í Santa Barbara 2011Það var fyrirfram ákveðið að Jonna og Bragi myndu bíða með Lúlla á Puente... hliðargötunni heim til þeirra sker hjólreiðastíginn sem hlaupið var eftir... á milli 18 og 19 mílu. Og þar stóð heimavarnarliðið samviskusamlega með íslenska fánann þegar ég kom þangað.
Santa Barbara marathon 12.nóv 2011 089Það var ægilega gaman að hitta þau öll, það voru teknar myndir og þetta var mikil upplifun fyrir Jonnu og Braga sem ég held að hafi þarna í fyrsta sinn séð maraþon í gangi. 

Það hafði verið skýjað en sólin fór að skína á 10 mílu og um leið kom nokkuð sterkur mótvindur.
Santa Barbara marathon 12.nóv 2011Leiðin var ágæt, nokkuð slétt en þó með löngum og góðum brekkum bæði upp og niður... og síðustu 2 mílurnar voru niður á við.

Þetta maraþon er nr 138 hjá mér,
garmurinn mældi það 42,52 km og tímann 5:21:39

Ps. set inn myndir á morgun Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með einn eitt maraþonið. Sé að þú ferð létt með þetta og stendur í ströngu.

Þonið #138 er skráð í Maraþonskránna.

Og ég sé að #139 er á leiðinni. Bestu maraþonkveðjur, Stefán Th.

Stefán Th. (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband