Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Norðurbærinn

Það var hlaupið út í slagveðurs rigningu... Vala var upptekin en Þóra Hrönn og Ingleif hitti ég á Austurgötunni, við hlupum gamlan hring um Norðurbæinn. Veðrið virtist skána eða við vorum svo skemmtilegar að við tókum ekki eftir því.. hálkan var nær farin og ógurlega dimmt á köflum.

Hringurinn náði 11.6 km hjá mér.


Á broddum

Hitti Soffíu og við hlupum Norðurbæjarhringinn okkar. Það var ágætasta veður, ekki svo kalt, logn, glerhálka á götunum... og við náðum að hlaupa í björtu.

Hringurinn hjá mér mældist 12,2 km :)


Í hálkuveseni

Ég gerði hlé á próflestrinum og fór út að hlaupa um kl 4. Ég hélt það væri hálkulaust en ég var víst með óráði... eða þannig, það var glerhálka stóran hluta af leiðinni og ég oft næstum dottin. Það var bara autt og hálkulaust með sjónum.
Þegar ég fór út var úði í loftinu og hefur það sennilega æst upp hálkuna, veðrið var gott, nær logn og sæmilega hlýtt.

Úrið mitt varð geðveikt í dag, mældi Hrafnistuhringinn sem 26,65 km... en hann er nú bara 12,5 km


Ein á ferð

Svei mér þá, ég hefði alveg eins verið á skautum, allar gangstéttir voru svellbunkar... Ég hljóp rólega, var ein á ferð. Frostið beit ekki svo - það var nærri logn.

Hrafnistuhringurinn 12,5 km, var farinn, ég hljóp rólega, fimmtudagarnir hafa verið rólegir brekkuhringir - púls-hlaup... snjórinn og hálkan hélt niðri hraðanum Wink 


Hrollköld Hafnista með Völu

Við reynum að hlaupa saman á hverjum þriðjudegi... OMG... hvað það var kalt 7°c frost og það beit... við fundum ekki svo fyrir því á leiðinni og vorum svo fegnar að hafa ekki talað saman í dag og hætt við :) Þóra Hrönn ætlaði að hlaupa með okkur en komst ekki.
Þegar ég kom heim, sveið mér í spikið... mér leið eins og ég hefði verið barin, sviði og verkir með þessu. Komst ekki í bað fyrr en klukkutíma seinna og titraði og skalf yfir kvöldmatnum. Það er mikið á sig lagt... en þetta var toppurinn meðan á því stóð.

Hrafnistan er 12,5 km... bara snilld... með jólaljósum um allan bæ.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband