Aðfangadagshlaup - Gleðileg jól

Dagurinn var tekinn snemma, ég ætlaði að hlaupa með Þóru Hrönn og hún ætlaði að hitta Haukahópinn við Vesturbæjarlaugina kl 10... það þýddi að ég fór út úr dyrunum kl 9:10

JólatréðTók aukahring því ég var aðeins of snemma í því... Við hlaupum út í laug, hittum hópinn og svo hlupum við eiginlega einar út á Garðaholt... þar sem ég flaug beint á hausinn. Sem betur fer datt ekkert vit úr mér, vinstri ökli var aumur og hægri hendi er enn aum... en ég hleyp ekki á henni.
Fall er faraheill... segir sá sem sennilega dettur aldrei... öklinn varð góður - Guði sé lof.

Við Þóra Hrönn lengdum síðan hringinn með því að hlaupa niður í Engidal og á Hjallabraut fórum við inn í öfugan Norðurbæjarhring og enduðum heima hjá Þóru Hrönn.

Þaðan eru um 3 km heim og ég lengdi aðeins til að ná 15 km.

Gleðileg jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband