Hitti skvísurnar

Ég var í sms-sambandi við Þóru Hrönn... við ákváðum að hittast og hlaupa með Haukahópnum. Það var gaman að hitta hana og Ingileif, hef ekki séð þær í óratíma.
Haukahópurinn er góður hópur en hann passar ekki fyrir mig, því ég er alltaf, annað hvort að fara í maraþon eða að jafna mig eftir maraþon... meira vesenið á mér.

Við hlupum eitthvað út í iðnaðarhverfið móts við Straumsvík og til baka... ég náði 7,5 km í allt... Ég bæti þetta upp þegar ég hleyp með Soffíu á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Keðjan var enn við innganginn á Haukahúsinu, að vísu var búið að mála hana... ég meina það, það þurfti að sauma 18 spor í ennið á manninum... það ætti að vera næg ástæða til að fjarlægja hana.

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 9.9.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband