Málið er að hlusta á líkamann

Mér finnst ,,Sigurvegari" maraþonsins í kvennaflokki ekki alveg sangjarn í umsögn sinni. Við sem hlaupum ráðum hraða okkar í hlaupinu.
Ég hef tekið þátt í mörgum maraþonum erlendis og þar hafa menn örmagnast umvörpum, fólk hefur verið borið burt á börum, rúllað í hjólastólum eða stutt burt með poka í æð... og þrisvar hef ég verið í maraþonum þar sem menn dóu rétt fyrir innan marklínuna.

Fyrst og fremst verður fólk að hlusta á eigin líkama - það getur enginn annar gert fyrir mann.

Í hita eins og var á Akureyri er mesti vandinn að drekka rétt... erlendis er yfirleitt 1 míla á milli drykkjarstöðva og er þá auðveldara að drekka mátulega mikið, oft... en þegar langt er á milli stöðva er erfiðara að drekka nóg því það er vont að drekka mikið í einu.


mbl.is Ósátt við skipulag hlaupsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Bryndísi. Það er bara hið besta mál með það að hafa brautir mismunandi, það er það sem gerir götuhlaup skemmtilegri en að hlaupa hring eftir hring. Ég vil jafnframt óska langhlaupara Íslands Gunnlaugi fyrir frábært hlaup.

Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 12:47

2 identicon

Alveg sammála því að auðvitað er Ólöf, hin ágæta hlaupakona sem ég þekki ekkert, fallin úr leik með því að fá aðstoð við að koma sér í mark.  Það hljóta allir að sjá.  Að fara að baula á skipulagið má vel eiga rétt á sér, en málið er að allir þátttakendur bjuggu við sama skipulag og aðbúnað og sá sem fyrst kemst í mark, hjálparlaust er sigurvegarinn. Óþarft í raun að eyða frekari orðum í það.  Ólöf sem fékk sigurlaunin gæti einfaldlega sjálf afhent sigurlaunin öðrum, sérstaklega ef skipuleggjendur ætla að fara að skýla sér á bak við dómaraleysi við marklínuna.  Fjölmörg vitni og myndir dæma "sigurvegarann" úr leik.

Þorkell (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband