ConocoPhillips Mayor´s Marathon Anchorage AK, 20.6.2009

ConocoPhillips Mayor's Marathon & Marathon Relay, Half Marathon, Five Miler Anchorage, AK USA,    20.júní 2009
http://www.mayorsmarathon.com  
Fyrir start, Alaska 20.6.2009
Klukkan var stillt á 4:00... það skiptir í raun ekki máli á hvað klukkan er stillt... við erum vöknuð áður... og mér líður best þegar ég hef nægan tíma. Ég var mætt tímanlega í rútuna sem keyrði okkur á upphafsstað.  Þar var hægt að bíða inni í íþróttahúsi og þar hitti ég mann sem ég sat við hliðina á í rútunni í Ocean Drive Maraþoninu í New Jersey. 

Komið í mark í Alaska 20.6.2009Úti var hægt að spreyja á sig skordýrafælandi efni, fá þunna poka fyrir regnkápur því það leit út fyrir rigningu. Hlaupið var ræst kl 8:00 eftir þjóðsönginn.

Ég byrjaði í langerma bol, en fór úr honum á miðri leið. Við hlupum meðfram þjóðveginum fyrstu mílurnar, en síðan hlupum við einhverja skógarvegi... malarvegi, sem slíta mér vanalega út af stressi yfir að rekast á nibbur og detta. 
Maraþon í Alaska 20.6.2009Þessir grófu malarvegir voru ca 13 mílur og ég slapp meira að segja við að fá grjót í skóna. Eftir malarvegina tóku við ,,traiL"slóðir... þangað til komið var á gangstéttirnar í bænum.  Landslagið var þannig að ég hefði getað verið að hlaupa í hvaða fylki sem er. Ekki varð ég vör við birni eða dádýr eins og sagt var frá í kommentunum við hlaupið í fyrra.

Hlaupið var ,,rolling hills" það þýðir brekkur... og á síðustu mílunni kom sú versta - brjáluð brekka! ég var varla komin upp hana þegar ég fékk rosalegan krampa í vinstra læri, hélt ég kæmist ekki lengra... en alltaf slefast maður í markið...
VÁ, HVAÐ PENINGURINN ER FLOTTUR :)

Maraþonið sem er nr. 110 hjá mér, mældist 42,78 km og tíminn 5:12:45 á garminn minn.
Alaska er 39. fylkið mitt - 11 eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins er tíminn minn 5:13:44 og sýnist mér að það hljóti að vera byssutími og mottan á startinu hafi ekki virkað. Minn tími var 5:12:45... og ég gæti einmitt hafa verið 1 mín að komast að mottunni.

Svavarsdottir, Bryndis (F52)5:13:44596228 / 7F50-54

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 22.6.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband