Sami rokrassinn...

Það þýðir ekki að fresta því sem er ekki flúið að gera... svo ég dreif mig út rétt fyrir hádegið... það var sami rokrassinn og í fyrradag. En hringurinn skildi hlaupinn hvað sem það kostar. Ég sleppti því að hlaupa í gær, var með hausverk allan daginn af því hve ég hnýtti axlirnar upp í vindinn í fyrradag. Maður kvartar bara smá og lætur sig svo hafa það.

Nú er kominn þessi tími þegar ég er að kafna af ilminum af öspinni, ótrúlegt hvað hann virkar eins og steypa ofaní lungun á mér.

Hrafnistuhringurinn 12,5 km... var jafn erfiður í mótvindinum og í fyrradag en ljósi punkturinn var auðvitað að það hvorki rigndi eða snjóaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl   Bryndís   mín  það er  aldeilis kraftur   í  ykkur  að hlaupa svona  í

     rokinu   , já það hefði verið gott  hjá þér  að hvíla  í viku  en það er svona

       sumar geta  ekki  haldið sér fyrir   dugnaði.  Já   það var voða   hvasst

        á    miðvikudaginn   ég hjólaði   í vinnunna   og heim  , Guðni  vildi   sækja   mig en það   er gamla   þrjóskan   ég skyldi   hjóla   heim  en það

     gekk     seint    stundum   varð ég að labba   með hjólið  svo ég var  1, tíma    og 40, mín  en það var bara   gaman  . 

                                                svo hjólaði   ég í morgun   yndislegt  veður.

    bið   að   heilsa   Lúlla.                                               sjáumst   hressar  

                                                        þín   hlaupavinkona    Soffía.

soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband