Komin á götuna ;)

Forgangsmálin röðuðust þannig að ég hljóp ekki um helgina, en ég reyni nú að láta bara líða viku eftir síðasta maraþon og þangað til ég kemst á götuna aftur.

Soffía var búin að hringja, hún er á seinnivakt þessa viku svo það varð að hlaupa snemma. Ég fór út um 11 leytið, hljóp niður að Lækjarskóla og byrjaði á Áslandsbrekkunum, þegar ég var komin upp á hæðina sá ég að ég yrði nú að stytta hringinn, tíminn leyfði ekki nema að fara yfir á göngubrúnni og taka Öldugötuna og Hverfisgötuna til Soffíu. Það var rok og kuldi.

Við hlupum síðan okkar 5.km hring kringum Norðurbæinn og síðan hljóp ég heim... og hitti Þóru Hrönn á leiðinni. Alls urðu þetta 15,8 km.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband