Yuengling Shamrock Sportsfest Marathon, 22.mars 2009

Virginia Beach 22-3-2009Yuengling Shamrock Sportsfest Marathon & Half Marathon, 8K,Children's Races, Virginia Beach, VA USA, March 22, 2009

http://www.shamrockmarathon.com

Ég var sífellt að vakna í nótt, klukkan var stillt á 5, en ég var komin á ról áður. Morgunmaturinn á hótelinu byrjar ekki fyrr en 7, svo ég hafði keypt mér beyglur og smurost í Target. Ég hefði getað sofið lengur, það var svo stutt á startið...

Virginia Beach 22-3-2009Kl. 7 rölti ég niður, það voru fleiri í hlaupagöllum, maður ekki sá eini sem er galinn. Það var skítkalt á meðan maður beið eftir startinu... ég bað einhvern mann að taka mynd af mér við rásmarkið. Hann spurði auðvitað hvaðan ég væri... Íslandi svaraði ég. Þá þekkti hann mig, við höfðum hlaupið saman í Mason City í haust. Við hittumst aftur í markinu. Ég þekki fólk yfirleitt ekki aftur, en það muna allir eftir því að hafa hlaupið með Íslendingi. 

The Boardwalk, Virginia Beach 22-3-2009Hlaupið var ræst kl 8, aðeins farið að hlýna og hiti var ekki eitthvað sem truflaði mig í þessu maraþoni. Leiðin var falleg, hefði verið einmannaleg í fámennara hlaupi, því göturnar voru langar og að hluta til fram og til baka. En maraþonið er stórviðburður hér, vel skipulagt, mikið af áhorfendum, góð þjónusta á leiðinni og mikið um að vera í markinu.

Siggi Guðmunds. Virginia Beach 22-3-2009Síðustu mílurnar varð ég að vanda mig, því það jaðraði við krömpum í báðum kálfum og þegar ég hljóp inn á Boardwalk, strandstíginn við markið, þá var ég með krampa framan á hægra fæti fyrir ofan hné.

Ég kláraði hlaupið sem mældist nokkuð nákvæmlega, eða 42,35 km. á 4:59:51 samkvæmt minni klukku. Þulurinn tilkynnti komu mína í mark og þegar ég hafði hlaupið yfir marklínuna, var kallað á mig á íslensku, Siggi Guðmunds. en hann er tengdur Kristínu sem vinnur við framkvæmd þessa hlaups.

Kristín framkv.stj. Virginia Beach 22-3-2009Mér var boðið í VIP tjaldið til Íslendinganna þar og boðinn bjór... en ég fékk bjór á 16. mílu og hann var svo góð tilbreyting frá sykurjukkinu að ég er að spá í að hefja bjórdrykkju... BARA GRÍN

Þetta maraþon er nr. 103
Virginia er 34.fylkið mitt.
Maraþonið var að sjálfsögðu hlaupið til heiðurs Bíðara nr 1... Hvað annað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn 4:59:46

BRYNDIS SVAVARSDOTTIR (F52)5:02:372033715 / 25F50-544:59:46HAFNARFIRDI,

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 23.3.2009 kl. 10:26

2 identicon

Sæl Bryndís mín   og til hamingju   með þetta   og farðu vel   með þig

            góður   tími   miðað við aðstæður   og ástand.

                                         kveðja    Soffía   hlaupavinkona.

soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:59

3 identicon

Alltaf gaman að lesa frásagnir þínar. Góður þessi með bjórinn. Bið að heilsa þér og Bíðara nr. 1 - hann gegnir mikilvægu hlutverki.  Maraþonskráin er nú uppfærð, við stöndum í ströngu að fylgjast með þér. Stundum sést okkur yfir eitt hlaup, en þar sem þú skrifar fjöldann maraþona, þá er það ekkert vandamál

Stefán Thordarson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband