EIN í Ameríku

Vélin lenti kl 7 á miðvikudagskvöld og ég keyrði í ca 1 og 1/2 tíma út fyrir Boston og gisti í Attleboro. þegar hóteleigandinn vissi að ég kæmi frá Boston, sagðist hann aldrei keyra þangað, vegakerfið væri svo leiðinlegt og erfitt að hann tæki bara lestina.

Þaðan keyrði ég til Elkton. Ferðin þangað sóttist seint vegna mikillar umferðar í gegnum New York og stærri staði á leiðinni, lágs hámarkshraða og þoku-rigningarsudda. Þessi ferð tók mig tæpar 7 klst. þó ég stoppaði bara einu sinni í 5 mín.  Ég hef keyrt suður 95 mest alla leiðina.

Í dag lagði ég af stað kl 7 í morgun og keyrði til DC. Ég var komin fyrir utan expoið kl 10 en þeir opnuðu ekki fyrr en kl 11. Ég tók það bara rólega í bílnum á meðan. Síðan rölti ég inn, það var vopnaleit í andyrinu... ég týndi saman eitthvað dót og skilaði svo flögunni í sérstakan kassa...

Vegna þess að ég er ein á ferð, ákvað ég að sleppa DC-maraþoninu á morgun. Það er of knappt að hlaupa og keyra sjálf í næsta expo - þeir loka kl 6... og hlaupa aftur á sunnudag í Virginíu Beach.

Það er svo skrítið að þetta er í annað sinn sem ég hef borgað mig inn í maraþon í DC og verð að hætta við. Síðast var það þegar Bylturnar ætluðu í Marine Corps Maraþonið haustið 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband