Miami Marathon, 25.jan.2009

Miami Marathon
ING Miami Marathon & Half-Marathon, Miami & Miami Beach,
FL USA, 
25.jan. 2009

MiamiMaraton.25.1.2009, á startinuhttp://www.ingmiamimarathon.com

Ég fór frekar seint að sofa, svaf ekki vel og lét klukkuna vekja okkur kl.3 í nótt. Það var eins gott að við höfðum tímann fyrir okkur. Það voru 15 mílur á startið... og garmurinn vildi bara fara með okkur yfir vindubrú sem var opin - og verður opin þangað til á morgun.

MiamiMaraton.25.1.2009, komin hálfa leið.Ég var í alvöru farin að hafa áhyggjur af því að missa af hlaupinu. Það var ekki óhætt að elta bara einhvern bíl... og við sáum enga hlaupara. Eftir að hafa keyrt fram og til baka, út og suður... spurði ég lögregluþjón til vegar.

MiamiMaraton.25.1.2009, nokkrir metrar í markVið fundum stæði og ég komst í básinn minn... og þá voru ekki margar mínútur í start kl.6:15.  Það var heitt og rakt þó það væri enn dimmt. Raunar var alltof heitt í hlaupinu - strax og birti og þegar ég kláraði var 75 á Farenheit... 25°c. en götuhitinn hefur verið meiri.
Það er ekkert nýtt að ég fór of hratt af stað... og að ég var með drykkjarvandamál... drakk fyrst of lítið en varð samt í spreng... síðan drakk ég heilu glösin á hverri drykkjarstöð en gat ekki pissað dropa.

Miami Marathon 2009, flott verðlaunÞað var svo heitt að ég hellti nokkrum vatnsglösum yfir mig á hverri drykkjarstöð... soðnaði meira að segja á tánum, því vatnið lak niður í skó. Hitinn dró mig niður eins og venjulega.

Leiðin var ekkert sérlega skemmtileg - en allt í lagi... nokkrar brekkur voru og farið fram og til baka, þannig að maður var að mæta hlaupurum sem voru á undan.

Guð sé lof...ég kláraði maraþonið sem mældist 43.1 km á 5:33:41 á mína klukku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn 5:33:50


6067 Bryndis Svavarsdottir      5:33:50,5:44:51, 2431, 774, 42

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 25.1.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband